Blekkingum beitt á YouTube

Karen og August í myndskeiðinu.
Karen og August í myndskeiðinu.

Óvenjulegt hneykslismál er komið upp í Danmörku en í ljós hefur komið, að myndskeið, sem birtist á samskiptavefnum YouTube og sýndi danska konu sem var að leita að barnsföður sínum var í raun runnið undan rifjum danska ferðamálaráðsins.

Í myndskeiðinu segist ung dönsk kona heita Karen og vera að leita að föður August sonar síns. Myndskeiðið vakti mikla athygli í Danmörku og fengið nærri 800 þúsund heimsóknir.

En nú er komið í ljós að ferðamálastofnunin VisitDanmark lét gera myndskeiðið fyrir opinbert fé með það fyrir augum að lokka fleiri ferðamenn til landsins. Konan, sem kemur fram í myndskeiðinu, heitir ekki Karen heldur er hún leikkona að nafni Ditte Arnth Jørgensen. Hún á heldur ekki barnið.

„Skattpeningar eru notaðir til að markaðssetja landið á grundvelli lygi," segir Jótlandspósturinn og er ekki skemmt.  

Myndskeiðið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes