Bitin af sendiráðsstarfsmanni

Norsk-kúbönsk listakona heldur því fram að eiginkona sendiherra Kúbu í Noregi hafi bitið hana í höndina á laugardag. Listakonan, Alexandra Joner, nítján ára, tók þátt í mótmælum fyrir utan sendiráð Kúbu í Ósló á laugardag. Þurfti hún að leita til læknis eftir nefbitið og er á sýklalyfjum.

Segir Joner í samtali við sjónvarpsstöðina TV2 að konan hafi staðið fyrir framan hana og móðgað hana á spænsku. Síðan hafi hún tekið mynd af Joner sem bað hana að hætta þessu. „Ég setti höndina fyrir myndavélina og þá beit hún mig," segir Jonar.

Sendiráð Kúbu hefur ekki svarað spurningum fjölmiðla um atburðinn en meintur bitvargur, Carmen Julia Guerra, segir ekkert hæft í ásökunum Joner.

Stjórnarandstæðingar í Noregi vilja að henni verði vísað úr landi.  Jan Tore Sanner, varaformaður Høyre, segist hreinlega ekki trúa sínum eigin augum þegar hann sá fréttina á sjónvarpsstöðinni. Norska utanríkisráðuneytið hefur ekki verið upplýst um bitið og það eina sem hafi komið inn á borð ráðuneytisins hafi verið fréttir fjölmiðla af atburðinum.

Frétt TV2

Frétt TV2 um viðbrögð Sanner

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes