Meira en 200 þúsund vilja til Mars

Meira en tvö hundruð þúsund manns frá 140 löndum sóttu um að verða fyrstu mennsku landnemarnir á Mars. Hollenskur frumkvöðull hyggst stofna nýlendu á rauðu plánetunni og er lagt upp með að geimskotið fari fram árið 2022, náist að safna til þess nauðsynlegu fjármagni.

Bas Lansdorp sem segja má að ætli sér að gerast nýlenduherra á Mars þarf að safna sex milljörðum Bandaríkjadala til að draumurinn verði að veruleika. Í apríl síðastliðnum hóf hann að leita að fjórum einstaklingum til að fara í fyrstu ferðina til Mars árið 2022. Viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum en alls sóttu 202,586 um. Flestir komu frá Bandaríkjunum en einnig Indlandi, Kína og Brasilíu. Færri komu frá öðrum löndum.

Gangi allt að óskum munu tíu fjögurra manna teymi hefja strangar æfingar fyrir árið 2015. Eitt þeirra teyma verður svo valið til að fara aðra leið til Mars.

Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur lýst yfir miklum efasemdum um verkefni Lansdorp og segir stofnunin að enn sem komið er hafi ekki komið fram nægilega þróuð tækni til að setja á fót nýlendu á Mars.

Lansdorp og samtök hans, Mars One, halda hins vegar ótrauð áfram.

Mars.
Mars. -
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes