5 uppeldisráð Tobbu Marinós

5 uppeldisráð | 25. apríl 2018

5 uppeldisráð Tobbu Marinós

Tobba Marinósdóttir rithöfundur og einn þriggja höfunda Gleðilegra fæðingar, ríður hér á vaðið með fyrstu fimm uppeldisráðin en Fjölskyldan mun reglulega fá gott fólk til að deila með okkur ráðum.

5 uppeldisráð Tobbu Marinós

5 uppeldisráð | 25. apríl 2018

Tobba er komin rúma fjóra mánuði á leið. Á þessari …
Tobba er komin rúma fjóra mánuði á leið. Á þessari mynd er hún kasólétt af Regínu dóttur sinni. Styrmir Kári

Tobba Marinósdóttir rithöfundur og einn þriggja höfunda Gleðilegra fæðingar, ríður hér á vaðið með fyrstu fimm uppeldisráðin en Fjölskyldan mun reglulega fá gott fólk til að deila með okkur ráðum.

Tobba Marinósdóttir rithöfundur og einn þriggja höfunda Gleðilegra fæðingar, ríður hér á vaðið með fyrstu fimm uppeldisráðin en Fjölskyldan mun reglulega fá gott fólk til að deila með okkur ráðum.

„Ég á ákaflega hugrakka og ákveðna 3 ára dóttur. Þetta eru vissulega kostir en á köflum er hún mjög ákveðin svo að móðir hennar þarf að hafa sig alla við til að standa upp í hárinu á henni. Hún kennir okkur pabba sínum þó vissulega margt. Hún er hjallaskólabarn og hefur því lært fallegt og gott orðfæri og segir oft við mig ef henni finnst ég of æst:  „hafðu stjórn á munninum þínum mamma mín“ eða„stopp hér kæra vinkona“ ef henni finnast samskipti okkar ekki ganga nægilega vel,“ segir Tobba sem nú er komin rúma 4 mánuði á leið með barn númer tvö svo uppeldisráð eru henni mjög hugleikin um þessar mundir.

„Ég er engin sérfræðingur í uppeldi en reyni eins og flestir foreldrar að gera eins vel og ég get. Þegar Fjölskyldan á Mbl.is bað mig um fimm uppeldisráð ákvað ég að taka þeirri áskorun í stað þess að fara í keng og byrja að tala mig sjálfa niður. Það er mikilvægt að foreldrar miðli sín á milli og auðvitað vitum við hvað virkar heima hjá okkur þó oft á tíðum sé allt í uppnámi.

Nr 1. Meðvitundarleysi
Þetta kann að hljóma illa en þegar dóttir okkar tekur kast hefur reynst okkur best að vera nokkuð meðvitundarlaus og hunsa það. Við bjóðum henni þó alltaf faðmlag og að ræða málin en ef hún þiggur það ekki er meðvitundarleysi eina leiðin til að allt fari ekki í hnút. Til að halda ró minni hugsa ég "ég er meðvitundarlaus" og anda rólega en gæti þess þó að vera innan seilingar við barnið ef hún vill skipta um skoðun og ræða málin. Þetta er fín þolinmæðisæfing sem virkar líka vel þegar fullt fólk og pólitíkusar reyna á taugarnar. En ekki bjóða þeim samt knús!

Nr. 2. Fara út aðstæðum.
Ef barnið er í kasti og ég ræð illa við að halda ró minni bið ég manninn minn að taka við ef hann er heima og fer annað svo ég tapi ekki þolinmæðinni og æsi mig sem gerir aðeins illt verra og mér líður mjög illa með.

Nr 3. Beygja sig niður.
Þegar ég þarf að ræða við dóttur okkar beygi ég mig niður og horfi í augun á henni. Ég slekk á sjónvarpinu eða útvarpinu ef það er í gangi og veiti henni fulla athygli. Það tekur mun styttri tíma að koma skilaboðum áleiðis með þessum hætti en að kalla þau milli herbergja eða marga segja sama hlutinn með hálfri athygli barnsins.

Nr 4. Fyrir svefninn.
Áður en barnið fer að sofa lesum við alltaf fyrir hana. Við ræðum líka stuttlega um daginn, hvað gekk vel og hvað gekk illa. Hvað gerði þig glaða? Var eitthvað erfitt? Þannig forðumst við að slæmar eða góðar upplifanir séu ekki ræddar og þá sérstaklega að erfiðir atburðir fari með okkur inn í næsta dag.

Nr 5. Ekki segja „nei".
Ég hef reynt að temja mér að segja ekki nei ef ég treysti mér ekki til að standa við það. Stundum hefur maður einfaldlega ekki staðfestuna í að fylgja nei-inu eftir og þá er betra að sleppa því bara og segja já. Sé nei hinsvegar sagt er mikilvægt að nei þýði nei og barnið upplifi ekki að það geti hnikað ákvörðunum og breytt reglum. Vel skilgreind svör og reglur veita dóttur minni öryggi og þá veit hún betur til hvers er ætlast af henni.

Að þessu sögðu þá veit ég ekki neitt nema það að ég er alla daga að reyna að gera betur og finnst ég oft ákaflega misheppnuð. En kannski er það gott, að upplifa að maður geti alltaf gert betur en um leið skiptir miklu máli að held að rífa sig ekki niður. Það hefur slæm áhrif á sjálfsmyndina, líka fyrir barnið sem lærir að ef mamma er ekki nógu góð, og ég er hluti af henni þá er ég kannski ekki nógu góð? Og það má ekki gerast. Við erum vissulega nógu góð og miklu meira en það! Við gerum okkar besta og viljum stöðugt gera betur og það gerir okkur að frábærum foreldrum. Ást og umhyggja skiptir mestu máli!“

Tobba og Regína Birkis dóttir hennar og Karls Sigurðssonar. Regína …
Tobba og Regína Birkis dóttir hennar og Karls Sigurðssonar. Regína verður 4 ára í júlí og er mikill grínari.
mbl.is