Fimm uppeldisráð Lífar Magneudóttur

5 uppeldisráð | 24. maí 2018

Fimm uppeldisráð Lífar Magneudóttur

Líf Magneudóttir borgarfulltrúi á fjögur börn á aldrinum 5-17 ára með sambýlismaka sínum Snorra Stefánssyni lögmanni. Hér deilir hún fimm uppeldisráðum með lesendum Fjölskyldunnar á mbl.is.

Fimm uppeldisráð Lífar Magneudóttur

5 uppeldisráð | 24. maí 2018

Líf Magneudóttir borgarfulltrúi á fjögur börn á aldrinum 5-17 ára …
Líf Magneudóttir borgarfulltrúi á fjögur börn á aldrinum 5-17 ára með sambýlismaka sínum Snorra Stefánssyni lögmanni.

Líf Magneudóttir borgarfulltrúi á fjögur börn á aldrinum 5-17 ára með sambýlismaka sínum Snorra Stefánssyni lögmanni. Hér deilir hún fimm uppeldisráðum með lesendum Fjölskyldunnar á mbl.is.

Líf Magneudóttir borgarfulltrúi á fjögur börn á aldrinum 5-17 ára með sambýlismaka sínum Snorra Stefánssyni lögmanni. Hér deilir hún fimm uppeldisráðum með lesendum Fjölskyldunnar á mbl.is.

„Ég leiði ekki hugann dags daglega að þeim uppeldisaðferðum sem ég beiti. Þetta er bara eitthvað sem maður gerir. En það er þó alltaf hollt að staldra við og hugsa út í samskipti sín við börnin. Lengi býr að fyrstu gerð og það er mikilvægt að vanda sig að koma börnum til manns, sýna þeim ást en líka hafa reglu á hlutunum og veita þeim öryggi. Það gerir maður með því að hlusta á börn, treysta þeim og tala fallega við þau. Þá farnast öllum best.“

1. Hlusta á börnin, taka mark á þeim og veita þeim athygli.

2. Tala við börnin eins og skynsamar manneskjur, ekki hóta þeim eða skipa þeim einhliða fyrir frekar en öðrum manneskjum.

3. Vera góð fyrirmynd, efna loforð og segja börnunum satt. Þannig læra þau heiðarleika og sannsögli.

4. Nota félagslega hvatningu sem umbun frekar en dót og nammi og hafa hrósin nákvæm.

5. Treysta dómgreind barna og virða sjálfstæði þeirra (t.d. þegar þau ákveða að fara í einhver föt sem þér finnast kannski aðeins of flippuð!).

mbl.is