Kýldi mæðgur á aðfangadag

Heimilisofbeldi | 3. maí 2019

Fékk sex mánuði fyrir heimilisofbeldi

Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að ráðast með ofbeldi að þáverandi sambýliskonu sinni og dóttur hennar á aðfangadag árið 2017.

Fékk sex mánuði fyrir heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi | 3. maí 2019

Úr dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Úr dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Þorsteinn Ásgrímsson

Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að ráðast með ofbeldi að þáverandi sambýliskonu sinni og dóttur hennar á aðfangadag árið 2017.

Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að ráðast með ofbeldi að þáverandi sambýliskonu sinni og dóttur hennar á aðfangadag árið 2017.

Í ákæru var manninum gefið að sök að hafa kýlt þáverandi sambýliskonu sína með krepptum hnefa í andlit og herðar, rifið í hár hennar og sparkað í lærið á henni. Konan hlaut mar á ýmsum stöðum í andliti, skurð yfir hægra gagnauga og þá brotnuðu í henni tvær tennur.

Hann var einnig ákærður að hafa kýlt dóttur konunnar ítrekað með krepptum hnefa í andlitið og sparkað í andlitið á henni, sem með þeim afleiðingum að dóttirin hlaut eymsli, mar og bólgu yfir kinnbeini og gagnaugasvæði vinstra megin.

Maðurinn játaði gjörðir sínar eins og þær komu fram í ákæru, en mótmælti því að hann ætti að hljóta dóm á grundvelli 218. gr. almennra hegningarlaga, sem fjallar um alvarlegar líkamsárásir.

Á kröfu hans var þó ekki fallist og skilorðsbundinn sex mánaða dómur varð niðurstaðan, auk þess sem maðurinn þarf að greiða tæpar 350.000 kr. í sakarkostnað, auk rúmlega 200 þúsund króna málsvarnarlauna.

mbl.is