Dæmdur fyrir heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi | 11. september 2023

Dæmdur fyrir heimilisofbeldi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir að beita eiginkonu sína ofbeldi. Segir í dómnum að maðurinn hafi veist að konunni með þeim afleiðingum að hún handarbrotnaði, fékk sár og mar á höfði og áverka á hálshrygg.

Dæmdur fyrir heimilisofbeldi

Heimilisofbeldi | 11. september 2023

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir að beita eiginkonu sína ofbeldi. Segir í dómnum að maðurinn hafi veist að konunni með þeim afleiðingum að hún handarbrotnaði, fékk sár og mar á höfði og áverka á hálshrygg.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir að beita eiginkonu sína ofbeldi. Segir í dómnum að maðurinn hafi veist að konunni með þeim afleiðingum að hún handarbrotnaði, fékk sár og mar á höfði og áverka á hálshrygg.

Héldu hjónabandinu áfram 

Maðurinn játaði brot sín skýlaust og hefur sótt sér hjálp að því er fram kemur í dómnum. Þá kemur fram að maðurinn og konan hafi ákveðið að halda sambandi sínu áfram. Maðurinn hafði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi og sagðist fyrir dómi sjá eftir því að hafa veist að eiginkonu sinni.

Var hann ölvaður þegar barsmíðarnar áttu sér stað. Er í dómnum tilgreint að manninum beri að halda sig frá áfengi og fíkniefnum til að halda skilorðið. Þá á hann að sæta sérstakri umsjón hjá úrræðinu Heimilisfriður.

Þá var manninum gert að greiða rúmlega 206.000 kr í sakarkostnað.

mbl.is