Konan sem kveikti í manninum sínum

Heimilisofbeldi | 7. apríl 2019

Konan sem kveikti í manninum sínum

Deepak Ahluwalia þrýsti heitu straujárni í andlit eiginkonu sinnar eitt vorkvöld árið 1989 á sama tíma og hann hélt henni fastri á hárinu. Hún barðist um á meðan straujárnið brenndi andlit hennar. 

Konan sem kveikti í manninum sínum

Heimilisofbeldi | 7. apríl 2019

AFP

Deepak Ahluwalia þrýsti heitu straujárni í andlit eiginkonu sinnar eitt vorkvöld árið 1989 á sama tíma og hann hélt henni fastri á hárinu. Hún barðist um á meðan straujárnið brenndi andlit hennar. 

Deepak Ahluwalia þrýsti heitu straujárni í andlit eiginkonu sinnar eitt vorkvöld árið 1989 á sama tíma og hann hélt henni fastri á hárinu. Hún barðist um á meðan straujárnið brenndi andlit hennar. 

Kiranjit Ahluwalia segir að þetta atvik, eftir að hafa búið við heimilisofbeldi árum saman, hafi verið kornið sem fyllti mælinn. „Ég gat ekki sofið ég grét svo mikið. Ég kvaldist bæði líkamlega og andlega,“ sagði hún nýverið í viðtali við BBC

„Mig langaði að berja hann. Mig langaði að berja hann eins og hann barði mig. Mig langaði að slá hann svo hann myndi finna sama sársauka og ég fann fyrir. Ég hugsaði þetta ekkert lengra. Heili minn var hættur að virka.“

Sigri fagnað árið 1992.
Sigri fagnað árið 1992. Vefur SBS

Þessa nótt hellti hún bensíni yfir fætur eiginmannsins þar sem hann lá sofandi í rúminu og kveikti í honum. Hún greip son þeirra og hljóp út úr húsinu.

Ég gerði þetta svo hann gæti ekki lengur hlaupið á eftir mér

Hún segir að hún hafi hugsað sem svo: Ég kveiki í fótum hans svo hann geti ekki hlaupið aftur á eftir mér. Hann fái ör af mínum völdum sem minni hann alltaf á það sem eiginkona hans gerði. „Í hvert skipti sem hann sæi fætur sína þá myndi hann muna eftir mér.“

Kiranjit er enn hörð á því að hún hafi ekki ætlað sér að drepa hann en tíu dögum síðar lést Deepak af völdum sára sinna. Í desember það sama ár var Kiranjit dæmd fyrir morð og í lífstíðarfangelsi. 

Þegar Kiranjit var 16 ára létust báðir foreldrar hennar en hún ólst upp í Punjab í norðurhluta Indlands. Hún er yngst níu systkina og minnist æsku sinnar með hlýju. En þegar hún komst á unglingsár byrjaði hjónabandsþrýstingurinn frá fjölskyldunni. 

„Ég hafði engan áhuga á að ganga í hjónaband svo ég fluttist til systur minnar í Kanada. ÉG vildi ekki setjast að í Indlandi, gifta mig og eignast börn eins og mágkonur mínar höfðu gert. Ég vildi vinna, afla tekna og lifa mínu lífi,“ segir hún í viðtali við BBC. 

Provoked fjallar um mál Kiranjit Ahluwalia.
Provoked fjallar um mál Kiranjit Ahluwalia.

Frelsi mínu var lokið

Systir hennar sem var búsett í Englandi fann hinsvegar vænlegt mannsefni fyrir Kiranjit og þá var engrar undankomu auðið. „Hann kom að hitta mig í Kanada. Við töluðum saman í fimm mínútur og ég sagði já. Ég vissi að ég gæti ekki komist undan. Ég yrði að giftast og þannig var það. Frelsi mínu var lokið.“

Hún rifjar upp kosti eiginmannsins, hann hafi verið myndarlegur og heillandi en um leið voru skapsmunir hans óútreiknanlegir. Eina stundina ljúfur sem lamb en óargadýr þá næstu.

Ofbeldið hófst á fyrsta degi hjónabandsins. Ef hann reiddist þá beið hennar ofbeldi, hótanir, barsmíðar og öskur. Hann reyndi ítrekað að kyrkja hana og hún var oft með mikla áverka eftir hann. 

„Ég man eftir afmælisdegi hans og ég hafði unið aukavinnu til að kaupa gullhring handa honum í afmælisgjöf. Í þeirri sömu viku missti hann stjórn á skapi sínu og braut úr henni tönn með hringnum þegar hann sló hana í andlitið.“

Bók um mál Kiranjit Ahluwalia.
Bók um mál Kiranjit Ahluwalia.

Kiranjit segir að í hvert skipti sem hún reyndi að yfirgefa hann, elti hann hana uppi og barði hana. Eftir fimm ára hjónaband fóru þau saman til Indlands og greindi Kiranjit bróður sínum frá ofbeldinu. Fjölskyldan varð eðlilega reið en eftir að hann bað afsökunar þá fengu þau Kiranjit til að fara aftur með honum til Englands. 

Ofbeldið jókst bara

Nokkrum mánuðum síðar hófst ofbeldið að nýju og Deepak fór að halda framhjá eiginkonu sinni. „Ég gat ekki flúði og gat ekki fengið skilnað. Fjölskyldan þrýsti á um að ég eignaðist barn. Allir sögðu við mig að ef þú eignast barn þá breytist hann kannski,“ segir Kiranjit og bætir við „en hann breyttist ekki. Hann varð verri.“

Kiranjit segir að við réttarhöldin hafi ekki verið tekið tillit til alls ofbeldisins sem hann beitti hana. Saksóknari sagði að hún hafi verið afbrýðisöm vegna framhjáhalds eiginmannsins og þar sem svo langur tími rifrildisins þegar hann setti straujárnið í andlit hennar og þangað til hún kveikti í honum sýni að morðið hafi verið af yfirlögðu ráði.

Fyrst frjáls í fangelsinu

En í fangelsinu fann Kiranjit fyrst fyrir frelsi. Loksins var hún laus við ofbeldi og misnotkun af hálfu eiginmannsins. Hún spilaði badminton, tók áfanga í ensku og skrifaði bók sem síðar varð að kvikmynd.

Mál hennar var tekið upp af Southall Black Sisters (SBS), sem er lögfræðiþjónusta fyrir svartar og asískar konur í Bretlandi. Hvorki rak né gekk í að fá málið tekið upp að nýju næstu misserin en loksins árið 1992 var áfrýjun samþykkt. 

AFP

Við réttarhöldin voru lögð fram ný gögn. Meðal annars um andlega vanlíðan hennar árum saman í hjónabandi, gögn um áralanga misnotkun og ofbeldi. Að tíminn sem leið frá því hann brenndi andlit hennar og hún kveikti í honum hafi ekki verið nægur til þess að „kæla“ hana niðu heldur nægur til þess að hún var komin að „suðumarki“.

Dómurinn markaði tímamót

Niðurstaðan var henni í vil. Fallist var á kröfu hennar um manndráp og hún dæmd í þriggja ára og fjögurra mánaða fangelsi. Nákvæmlega sá tími sem hún hafði þegar afplánað. Þannig að hún var látin laus strax.

Lausn hennar markaði tímamót í breskri réttarsögu varðandi gjörðir kvenna sem eru þolendur ofbeldis á heimilum sínum. Dómurinn sendi einnig þau skilaboð að konur sem eru þolendur heimilisofbeldis eiga ekki að þurfa að vera afgreiddar sem kaldrifjaðir morðingjar. 

Mál Kiranjit er enn þekktasta mál SBS en í ár eru 40 ár frá stofnun samtakanna. Af því tilefni hefur kvikmyndin Provoked verið sýnd í kvikmyndahúsum í Bretlandi um helgina og verður hún sýnd næstu vikurnar. Myndin byggir á máli Kiranjit og er frá árinu 2006.

mbl.is