Áherslum stjórnvalda verður að breyta

Veiðigjöld | 25. september 2019

Áherslum stjórnvalda verður að breyta

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sagði fátt bera merki þess að stjórnvöld tækju skref í takt við markmið um að tryggja verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs, í setningaræðu sinni í tilefni sjávarútvegsdagsins sem haldinn var í hörpu í dag.

Áherslum stjórnvalda verður að breyta

Veiðigjöld | 25. september 2019

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, telur áherslur stjórnvalda ekki í …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, telur áherslur stjórnvalda ekki í takt við markmið um aukna verðmætasköpun og samkeppnishæfni sjávarútvegsins. mbl.is/Árni Sæberg

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sagði fátt bera merki þess að stjórnvöld tækju skref í takt við markmið um að tryggja verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs, í setningaræðu sinni í tilefni sjávarútvegsdagsins sem haldinn var í hörpu í dag.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sagði fátt bera merki þess að stjórnvöld tækju skref í takt við markmið um að tryggja verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs, í setningaræðu sinni í tilefni sjávarútvegsdagsins sem haldinn var í hörpu í dag.

Benti hún á að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefði nýverið lýst því að skapa þyrfti ný störf, sækja fram og halda verðmætasköpun í landinu áfram og að slíku markmiði yrði náð með réttum áherslum.

Lítilsháttar lækkun hvergi nærri nóg

„En hver er stefna stjórnvalda í þessum efnum? Hvernig ætla stjórnvöld að tryggja verðmætasköpun, sér í lagi nú þegar sverfir að?“ spurði Heiðrún Lind. Vísaði hún síðan meðal annars til þess að Alþingi hefði samþykkt í vetur hæsta auðlindagjald sem þekkist í sjávarútvegi á heimsvísu auk þess sem samþykkt var auðlindagjald á fiskeldi í vor og að kolefnisgjald hefði hækkað um 50% árið 2018, 10% á þessu ári og mundi hækka um önnur 10% á næsta ári.

Jafnframt sagði hún launatengd gjöld hér á landi vera verulega hærri en þekktist á meðal samkeppnisþjóða íslensks sjávarútvegs. „Lítilsháttar lækkun á allt of háu tryggingagjaldi er hvergi nærri nægileg til að rétta af þessi skekktu samkeppnisskilyrði íslensks útflutnings.“

Framkvæmdastjórinn sagði líka stjórnvöld leggja á greinina verulegar kröfur vegna loftslagsmála þrátt fyrir að íslenskur sjávarútvegur hefði þegar náð markmiðum Parísarsamkomulagsins. Sakaði hún stjórnvöld um að gera slíkar kröfur án þess að meta hvaða áhrif kröfurnar hefðu á kostnað og samkeppnishæfni greinarinnar.

Aðgerðir fylgi orðum

Sjávarútvegur stendur frammi fyrir stórum áskorunum. Meðal annars breytingum í hafinu, umhverfisvá, pólitískum sviptingum á stærstu mörkuðum og breyttum neysluvenjum ungs fólks, sagði Heiðrún Lind í ræðu sinni. „Ég fullyrði að það hefur aldrei verið mikilvægara en nú, að hafa íslensk stjórnvöld í liði með atvinnugreininni.“

Sagði hún þau rekstrarskilyrði sem stjórnvöld sköpuðu vera til þess fallin að tryggja sannanlega verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs. „Aðgerðir verða að fylgja orðum. Áherslunum verður að breyta.“

Sjávarútvegsdagurinn var ghaldinn í Hörpu í dag.
Sjávarútvegsdagurinn var ghaldinn í Hörpu í dag. mbl.is/Gunnlaugur
mbl.is