Veiðigjöld

Ekki sjálfgefið að vera í fremstu röð

24.12. Veiðigjald undanfarinna ára hefur á engan hátt endurspeglað það árferði sem greinin býr við. Mörg fyrirtæki hafa átt mjög erfitt uppdráttar sökum þessa og skattlagning ríkisins hefur dregið þrótt og fjárfestingargetu úr mörgum þeirra. Þetta segir Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Meira »

Segja afkomutengd veiðigjöld lækkun

11.12. Fulltrúar flestra ef ekki allra flokka hafa talað fyrir því að gjöld endurspegla afkomu og færa álagningu nær tíma, sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Hér er verið að gera einmitt þetta að færa álagningu nær í tíma og miða hana af afkomu.“ Meira »

Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt

11.12. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til nýrra laga um veiðigjöld hefur verið samþykkt á Alþingi með 32 atkvæðum. Sextán þingmenn greiddu atkvæði gegn frumvarpinu og tíu sátu hjá. Meira »

Umræðu lokið um veiðigjöld

11.12. Þriðju umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld lauk á Alþingi í gærkvöldi en atkvæðagreiðslu var frestað.   Meira »

Ræddu veiðigjöldin í tæpa níu tíma

28.11. Tekist var á um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld á Alþingi í hátt í níu klukkustundir í gær en byrjað var að ræða málið klukkan rúmlega tvö og stóð umræðan þar til skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi þegar atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu var frestað. Meira »

Fiskkaup kaupa Sjóla ehf.

10.11. Fiskkaup hf. hafa lokið kaupum á öllu útgefnu hlutafé í útgerðinni Sjóla ehf., en í kaupunum felast aflaheimildir útgerðarinnar og báturinn Njáll RE. Þetta staðfestir Ásbjörn Daníel Ásbjörnsson hjá Fiskkaupum í samtali við 200 mílur. Meira »

Hætta sé á óafturkræfu tjóni

9.11. Með óbreyttu ástandi er hætt við að óafturkræft tjón verði fyrir fjölda samfélaga hringinn í kringum landið, en margir eru uggandi yfir þeirri þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár, þar sem útgerðir hafa verið nauðbeygðar til að draga seglin saman vegna hárra veiðigjalda. Meira »

„Gríðarlegt högg fyrir svona samfélög“

4.11. Afkoma fyrirtækja í botnfiskútgerð á síðasta ári versnaði hlutfallslega töluvert meira í Norðvesturkjördæmi en annars staðar á landinu. Veiðigjöld höfðu sérstaklega mikil áhrif, en þau rúmlega þrefölduðust á milli ára. Litlar og meðalstórar útgerðir eru sagðar fara verst út úr kerfinu. Meira »

Krefjast jafnræðis í veiðigjöldum

2.11. Sé það vilji stjórnvalda að leggja á veiðigjöld, þá hlýtur það að vera skýlaus krafa að jafnræði sé í slíkri skattlagningu og að ein grein sjávarútvegs verði ekki tekin út sérstaklega og lögð á hana aukin gjöld umfram aðrar. Meira »

Veiðigjöldin þrefölduðust á milli ára

27.10. Útgerðir á Vestfjörðum voru á nýliðnu fiskveiðiári krafðar um rúmlega 923 milljónir króna í veiðigjöld. Veiðigjöldin þar á undan námu tæpum 289 milljónum. Þannig hafa þau meira en þrefaldast á milli ára. Meira »

Krefjast tafarlausrar lækkunar veiðigjalda

25.10. Landssamband smábátaeigenda krefst tafarlausrar lækkunar veiðigjalda og að þau taki mið af afkomu einstakra útgerðarflokka en ekki meðaltalsafkomu í sjávarútveginum. Meira »

Vinna við veiðigjöldin verði fjármögnuð

23.10. Um tveir tugir umsagna hafa borist atvinnuveganefnd Alþingis um frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjald. Er þar um að ræða einstaklinga, félög og stofnanir og koma fram ýmis sjónarmið um efni frumvarpsins. Meira »

Vill sjá meiri samvinnu Hafró og útgerða

21.10. „Öðru fremur hefur það verið pólitíkin og þessi pólitíski rétttrúnaður um það að aldrei megi leita að neinu úr smiðju útvegsmanna, sem hefur verið til skaða,“ segir Binni í Vinnslustöðinni. 200 mílur tóku hann tali í vikunni vegna fyrirhugaðrar loðnuleitar, en enginn kvóti hefur verið gefinn út fyrir loðnuvertíðina eftir að ekki fannst nægt magn af loðnu í loðnuleiðangri Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Óforsvaranlegt að samþykkja frumvarpið

16.10. Nýtt frumvarp um veiðigjöld ýtir enn frekar undir tvöfalda verðmyndun í sjávarútvegi, mismunar fyrirtækjum og hefur neikvæð áhrif á samkeppni í greininni. Þetta segir í umsögn Félags atvinnurekenda og Samtaka fiskframleiðenda og -útflytjenda um frumvarpið. Meira »

Heiðrún svarar Björgólfi

10.10. Alhæfingar Björgólfs Thors Björgólfssonar um meint brask í sjávarútvegi, þar sem kvótagreifar setji nýtt met í arðgreiðslum og gefi almenningi fingurinn, eru ómálefnalegar. Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Meira »

30 stærstu greiðendurnir

2.10. Stærsti greiðandi veiðigjalda á nýliðnu fiskveiðiári, HB Grandi, greiðir 1.038 milljónir króna til ríkisins. Næstur á eftir HB Granda kemur Samherji, sem greiðir 777 milljónir króna í veiðigjöld fyrir fiskveiðiárið. Meira »

Greiða 11,2 milljarða í veiðigjöld

2.10. Íslenskar útgerðir greiða rúmlega 11,2 milljarða króna í veiðigjöld fyrir nýlokið fiskveiðiár. Veiðigjöldin meira en tvöfaldast á milli ára, en fiskveiðiárið 2016/2017 námu þau um 4,6 milljörðum króna. Meira »

Taldi engan ágreining um leiðréttingu

26.9. „Þetta frumvarp kemur okkur í opna skjöldu miðað við umræðuna sem var á Alþingi í vor,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka smábátaeigenda. „Flestir voru nú sammála um að leiðrétta veiðigjaldið hjá litlum og meðalstórum útgerðum.“ Meira »

Gagnsæið ekki nema að hluta

26.9. „Þau eru blendin,“ segir Ólafur Ísleifsson, formaður þingflokks Flokks fólksins, spurður um viðbrögð hans við frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar fengu kynningu á frumvarpinu í gær. Meira »

Frumvarp mun vonandi skapa samstöðu

26.9. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að frumvarp um veiðigjöld sem Kristján Júlíusson sjávarútvegsráðherra kynnti í gær muni skapa samstöðu um þá mikilvægu atvinnugrein sem sjávarútvegur er. Þetta kom fram í máli Katrínar á Sjáv­ar­út­vegs­deg­in­um, ráðstefnu á veg­um Deloitte, SA og SFS. Meira »

Sér ýmislegt jákvætt við frumvarpið

26.9. Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir ýmsa jákvæða þætti í frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ti laga um veiðigjald, sem lagt var fram í gær. Meira »

Segir veiðigjaldafrumvarpið vonbrigði

25.9. „Þetta frumvarp er í heild sinni ákveðin vonbrigði og ég veit ekki á hvaða vegferð Vinstri grænir eru. Þessi leiðangur gengur fyrst og fremst út á að lækka gjaldið á útgerðinni,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um nýtt veiðigjaldafrumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra. Meira »

„Öll umsýsla og umgjörð öruggari“

25.9. „Þetta er miklu einfaldara og auðskiljalegra. Við erum að einfalda stjórnsýsluna og færa álagningu veiðigjalds nær í tíma,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um nýtt frumvarp um veiðigjöld sem hann hefur lagt fram á Alþingi. Meira »

Álagning veiðigjalda færist nær í tíma

25.9. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lagt fram á Alþingi nýtt frumvarp til laga um veiðigjald. Meginmarkmið frumvarpsins er að færa álagningu veiðigjalda nær í tíma, þannig að gjaldtakan sé meira í takt við afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Meira »

Kynnir nýtt frumvarp um veiðigjöld

25.9. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 15.15, um nýtt frumvarp til laga um veiðigjald. Í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu segir að fundurinn muni fara fram á fyrstu hæð í húsakynnum ráðuneytisins að Skúlagötu 4. Meira »

Bregðast þarf við breyttum aðstæðum

22.9. Veiðar og vinnsla gengu vel hjá Síldarvinnslunni á nýliðnu fiskveiðiári. Veiðigjöld taka til sín 13% af aflaverðmæti fiskiskipanna og þensla á vinnumarkaði veldur því að áskorun verður að manna sum skip flotans ef fram heldur sem horfir. Meira »

Veiðigjöldin verða að lækka

17.9. Útgerðarfyrirtæki í Vestmannaeyjum greiddu á síðasta fiskveiðiári, sem lauk 1. september síðastliðinn, vel yfir einn milljarð króna í veiðigjöld sem var nærri tvöföldun frá árinu á undan. Meira »

Hljótum að þurfa að doka við

6.9. Nýtingarstefna stjórnvalda hefur tvöfaldað leyfilegan hámarksafla á aðeins áratug. Veiðigjöldin setja hins vegar stórt strik í reikninginn. Meira »

Hyggur á nýtt frumvarp um veiðigjöld

6.9. Von er á nýju frumvarpi að heildarlögum um veiðigjöld að sögn sjávarútvegsráðherra. Hann bjóst við uppbyggilegri viðbrögðum við drögum að frumvarpi um hert eftirlit með veiðum. Meira »

Kreppir að hjá smærri fyrirtækjum

1.7. Lítil og meðalstór fyrirtæki í sjávarútvegi glíma við erfitt rekstrarumhverfi, ekki síst eftir að ekki rættist úr frumvarpi atvinnunefndar um endurútreikning veiðigjalda. Þetta segir Gunnar Gíslason, viðskiptastjóri hjá Arion banka. Meira »