Sveitarfélögin vilja stærri skerf af tekjum

Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar og formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, segir sveitarfélögin …
Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar og formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, segir sveitarfélögin bera kostnað af þjónustu við fiskeldi og sjávarútveg án þess að því fylgi nægilegir tekjustofnar. mbl.is/Sigurður Bogi

Hlutdeild sveitarfélaga í heildargjaldtöku í sjávarútvegi og fiskeldi var á bilinu 26 til 29% á árunum 2016 til 2020. Útsvarstekjur launþega í þessum atvinnugreinum eru uppistaðan í hlut sveitarfélaganna. Ríkið fær meirihluta staðgreiðslunnar og önnur gjöld að fullu, önnur en aflagjöld til hafnasjóða sveitarfélaganna og fiskeldisgjald sem mun skiptast á milli ríkis og sveitarfélaga.

Greining á gjaldtöku af sjávarútvegi og fiskeldi sem Samtök sjávarútvegssveitarfélaga fengu KPMG til að gera var kynnt á sjávarútvegsfundi samtakanna í vikunni.

Óeðlileg skipting

Fulltrúar sveitarfélaga hafa lengi haldið því fram að skipting á tekjum af atvinnulífinu á milli ríkis og sveitarfélaga sé óeðlileg. Þar hefur sérstaklega verið nefnt að veiðigjöld útgerðarinnar gangi alfarið til ríkisins. Þá hafa reglur um skiptingu fiskeldisgjalds verið gagnrýndar.

Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar og formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, tekur undir þessa gagnrýni. „Sveitarfélögin bera hitann og þungann af uppbyggingu vegna sjávarútvegs og fiskeldis og alltaf eru að aukast kröfur á þau um aukna þjónustu og bætta innviði,“ segir Rebekka.

Hún bætir því við að þegar tekjustofnar sveitarfélaga eru jafn veikir og raun ber vitni sé eðlilegt að horfa til tekna sem verða til á stöðunum. Öflugir og flottir atvinuvegir skapi mikil verðmæti. Eðlilegt sé að hluti teknanna fari í verkefni sem ríkið annist en einkennilegt sé að ekki skuli verða meira eftir í héraði.

Rebekka nefnir fiskeldisgjöldin sem dæmi. Verðmætin verði til á Vestfjörðum og Austfjörðum og þar þurfi sveitarfélögin að byggja upp og auka þjónustu. Tveir þriðju hlutar gjaldsins ganga til ríkisins en einn þriðji í fiskeldissjóð sem sveitarfélögin geta sótt í. „Verið er að etja sveitarfélögunum saman með því að gera þeim að sækja um framlög úr sjóði. Okkur finnst sérstakt að sveitarstjórnarfólki sé ekki treyst fyrir tekjunum og að ákveða hvaða þjónustu eða innviði þörf er á að byggja upp vegna atvinnuuppbyggingar. Mér finnst galið að það verkefni sé í höndum þriggja manna nefndar fyrir sunnan,“ segir hún.

Tækin greiða ekki útsvar

Svo aftur sé vikið að greiningu KPMG þá er staðgreiðsla af launum langstærsti tekjuliður bæði sveitarfélaga og ríkisins af sjávarútvegi og fiskeldi. Ríkið fær auk þess umtalsverðar tekjur af tekjuskatti fyrirtækja í þessum greinum, tryggingagjaldi og veiðigjöldum útgerðar, svo stærstu skattarnir séu nefndir. Sveitarfélögin fá hins vegar allar tekjur af aflagjöldum.

Tölurnar miðast við árið 2020. Þá var að hefjast innheimta á sérstöku gjaldi af sjóeldi og voru litlar tekjur af því það árið. Álagningarprósenta á slátrað kíló hækkar með hverju árinu auk þess sem eldið eykst. Munu þessar tekjur því aukast verulega á næstu árum. Megnið af tekjum sveitarfélaganna af fiskeldinu er því af útsvari launþega. Vissulega hafa þær aukist mjög með fjölgun starfsfólks. Ógnanir geta verið í því efni, sérstaklega í sjávarútvegi, vegna aukinnar sjálfvirkni, eins og Rebekka vekur athygli á og vitnar til orða Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem sagði á fundi samtakanna að vatnsskurðarvélin greiddi ekkert útsvar!

Gjaldtaka endurskoðuð

Tillaga til þingsályktunar um skipan starfshóps til að endurskoða gjaldtöku af fiskeldi er til umfjöllunar í atvinnuveganefnd Alþingis. Halla Signý Kristjánsdóttir og fimm aðrir þingmenn Framsóknarflokksins standa að tillögunni sem hefur áður verið flutt en ekki fengið afgreiðslu á þingi.

Flutningsmaður bendir á í greinargerð að sveitarfélög á laxeldissvæðum þurfi að takast á við kostnaðarsama uppbyggingu. Þótt þriðjungur fiskeldisgjalds gangi í fiskeldissjóð sem sveitarfélögin geti sótt í dugi það skammt miðað við þörfina. Þá sé lítil vissa hjá sveitarfélögum um hve mikilla tekna þau megi vænta frá sjóðnum og því örðugt að gera áætlanir fram í tímann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Þorskur 326 kg
Ýsa 66 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 439 kg
26.4.24 Oddverji SI 76 Grásleppunet
Grásleppa 1.934 kg
Þorskur 146 kg
Ýsa 42 kg
Skarkoli 30 kg
Ufsi 20 kg
Steinbítur 5 kg
Rauðmagi 1 kg
Samtals 2.178 kg
26.4.24 Hrönn NS 50 Grásleppunet
Grásleppa 2.040 kg
Þorskur 49 kg
Skarkoli 11 kg
Steinbítur 5 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 2.108 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Guðborg NS 336 Grásleppunet
Þorskur 326 kg
Ýsa 66 kg
Skarkoli 47 kg
Samtals 439 kg
26.4.24 Oddverji SI 76 Grásleppunet
Grásleppa 1.934 kg
Þorskur 146 kg
Ýsa 42 kg
Skarkoli 30 kg
Ufsi 20 kg
Steinbítur 5 kg
Rauðmagi 1 kg
Samtals 2.178 kg
26.4.24 Hrönn NS 50 Grásleppunet
Grásleppa 2.040 kg
Þorskur 49 kg
Skarkoli 11 kg
Steinbítur 5 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 2.108 kg

Skoða allar landanir »