„Alvarlegt mál hversu umræðan er orðin neikvæð“

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, telur mikilvægt að farið sé …
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, telur mikilvægt að farið sé varlega í breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. mbl.is/Eggert

Ímynd greinarinnar er stærsta viðfangsefni sjávarútvegsins á komandi fiskveiðiári að mati framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda (LS). Leggur hann til breytt fyrirkomulag veiðigjalda og aukna áherslu á dagróðrabáta í ráðstöfun atvinnu- og byggðakvóta. Þá sé einnig mikilvægt að fara varlega í allar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Ertu búinn að koma þér fyrir með kaffibolla við hönd? spyr blaðamaður er Örn Pálsson, framkvæmdastjóri landssambandsins, svarar í símann. „Já,“ segir hann. „Og svo þessa dýrindis randalínu frá síðustu jólum sem ég var að taka úr frysti. Djöfull góð.“

Blaðamaður getur ekki annað en sagt frá því að ekki hafi fengist góð randalína frá því að amma dó enda smurði hún kreminu svo þykkt á milli – að akureyrskum sið. „Heyrðu,“ segir Örn skyndilega. „Ég sendi þér mynd af þessari því hún er ekta akureyrsk,“ bætir hann við og lýsir því að ekki sé farið sparlega með kremið norðan heiða.

Eftir nokkurt hjal um tertumenningu er ekki annarra kosta völ en að snúa sér að tilgangi samtalsins og spyrja hvað sé efst á baugi í greininni á komandi fiskveiðiári. „Það sem mér finnst mjög aðkallandi er að bæta ímynd sjávarútvegsins meðal þjóðarinnar. Mér finnst mjög alvarlegt mál hversu umræðan er orðin neikvæð um greinina, landsmenn ekki nógu jákvæðir gagnvart sjávarútveginum,“ svarar Örn.

„Menn mega ekki gleyma því að fólk eins og félagsmenn okkar, þeir eiga allt undir því að kerfið haldist í stórum dráttum óbreytt. Þeir hafa byggt upp sín fyrirtæki með það fyrir augum að geta treyst á stöðugleika og sátt,“ bætir hann við.

Líta jákvætt á strandveiðar

Örn segir hins vegar til þætti innan sjávarútvegsins sem hafa jákvæða ímynd og bendir á strandveiðarnar en veiðitímabilinu lauk fyrr í mánuðinum eftir að veiðiheimildir sem ráðstafað var kláruðust. Mikilvægt sé að efla þessar veiðar og tryggja með lögum öllum strandveiðibátum 48 veiðidaga. „Það er að hverjum bát séu tryggðir tólf dagar á mánuði og strandveiðitímabilið nái yfir fjóra mánuði.“

Strandveiðar skipa sífellst stærri sess.
Strandveiðar skipa sífellst stærri sess. mbl.is/Árni Sæberg

Hann telur vel hægt að leysa þann vanda að tryggja nægar veiðiheimildir innan ramma veiðiráðgjafar Hafrannsóknastofnunar fyrir 48 daga. Telur hann strandveiðar og línuívilnun best heppnuðu veiðarnar innan atvinnu- og byggðakvótakerfisins sem fer með 5,3% af útgefnu aflamarki. „Þá eiga einfaldlega þeir sem eru í þessum hópum [strandveiðum og línuívilnun] að njóta forgangs að veiðiheimildum innan þessa 5,3 prósenta. Það sem verður eftir fari í byggðakvótana og þá fyrst og fremst til dagróðrabáta, því það eru þeir sem gefa byggðarlögum líf og þurfa mest á þessum heimildum að halda.“

Strandveiðarnar skipa sífellt mikilvægari sess í atvinnulífinu að sögn Arnar. „Í sumar voru um 700 bátar á strandveiðum og þá að minnsta kosti jafn margir sem hafa atvinnu af þessu á sjó. Það eru alltaf að koma inn nýir aðilar sem eru að uppgötva að þetta eigi vel við þá. Já og vel á minnst; nánast allt selt í gegnum fiskmarkaði og fjölmörg störf í landi sem fylgja.“

Fari varlega í breytingar

Veruleg skerðing verður á útgefnu aflamarki í þorski á nýju fiskveiðiári og nemur lækkun milli ára 13%. „Þetta verður erfitt ár,“ segir Örn. „Menn eru að reyna að kaupa meiri heimildir til að draga úr áhrifum skerðingarinnar en djúpt er á þeim. „Stærri útgerðirnar hafa forgang í að ná þessum veiðiheimildum til sín.“

Í ljósi þessa er blaðamaður knúinn til að spyrja um afstöðu sambandsins til hugmynda um að fyrna veiðiheimildir sem fyrir eru og setja á uppboð og selja hæstbjóðanda.

„Þetta er ákveðið vandamál og við viljum að farið sé mjög varlega í allar svona breytingar. Ef verið er að tala um uppboð – að það verði ofan á að komandi stjórnvöld hafi það á stefnuskrá sinni að boðnar verði upp veiðiheimildir – verður að leggja mikla áherslu á að haga útboðum þannig að hægt sé að tryggja veiðiheimildir til þessara minnstu aðila, að þeir njóti ákveðins forgangs, að þeirra réttur sé varinn.“

Hann segir að LS standi vörð um veiðirétt félagsmanna. Uppboð eða fyrning hafi ekki verið á dagskrá hjá núverandi stjórnvöldum og því ekki verið rætt innan LS. Hann telur litlar líkur á að breyting verði þar á, en ef svo verður þurfi að skoða vandlega hvernig útfærslum verður háttað verði það stefna stjórnvalda að fara hina svokölluðu fyrningarleið og bjóða upp heimildirnar.

Línuívilnunin er vel heppnuð að mati framkvæmdastjóra LS.
Línuívilnunin er vel heppnuð að mati framkvæmdastjóra LS. mbl.is/Kristinn Benediktsson

Taki gjald af stærri útgerðum

Þá beinir Örn máli sínu að veiðigjöldunum og bendir á að oft sé minnst á aukna gjaldtöku af nýtingu sameiginlegrar auðlindar. „Verði gerð krafa um slíkt hef ég viðrað þá hugmynd að álag verði sett á veiðigjald hjá þeim sem eru komnir yfir ákveðið efra mark í veiðiheimildum.“ Þannig verður, að mati hans, dregið úr þeirri þróun sem hefur leitt af sér aukna samþjöppun í greininni og komið til móts við kröfuna um aukna gjaldheimtu, en þó þannig að það komi ekki niður á smærri útgerðum.

Að lokum kveðst framkvæmdastjórinn sannfærður um að það sé töluvert meira af ýsu í hafinu umhverfis Ísland en fiskifræðingar telja. „Það verður að auka við ýsukvótann á [komandi] fiskveiðiári. Þær veiðiheimildir sem hafa verið gefnar út eru of litlar miðað við þá ýsugengd sem nú er. Með óbreyttum aflaheimildum endurtaka sig sömu vandræðin og verið hafa á yfirstandandi fiskveiðiári að heimildir í ýsu duga ekki til að ná þorskinum. Þá var bætt við ýsukvótann, sem ég tel einsýnt að verði að gera á næstu mánuðum.“

Viðtalið við Örn var fyrst birt í séblaði 200 mílna sem fylgi Morgunblaðinu 28. ágúst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 1.12.22 531,37 kr/kg
Þorskur, slægður 1.12.22 589,36 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.12.22 418,04 kr/kg
Ýsa, slægð 1.12.22 398,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.12.22 311,75 kr/kg
Ufsi, slægður 1.12.22 413,82 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.22 248,00 kr/kg
Gullkarfi 1.12.22 420,54 kr/kg
Litli karfi 28.11.22 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.12.22 Björgúlfur EA-312 Botnvarpa
Gullkarfi 5.395 kg
Grálúða 295 kg
Samtals 5.690 kg
30.11.22 Sæfugl ST-081 Landbeitt lína
Þorskur 5.113 kg
Samtals 5.113 kg
30.11.22 Óli Á Stað GK-099 Lína
Þorskur 568 kg
Keila 79 kg
Ýsa 66 kg
Gullkarfi 28 kg
Ufsi 8 kg
Hlýri 6 kg
Lýsa 2 kg
Samtals 757 kg
30.11.22 Steinunn SF-010 Botnvarpa
Þorskur 31.536 kg
Ýsa 4.373 kg
Ufsi 2.872 kg
Gullkarfi 601 kg
Hlýri 183 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra sólkoli 16 kg
Keila 10 kg
Blálanga 5 kg
Samtals 39.627 kg

Skoða allar landanir »

Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 12.9.22 1.117,11 kr/kg
Þorskur, óslægður 1.12.22 531,37 kr/kg
Þorskur, slægður 1.12.22 589,36 kr/kg
Ýsa, óslægð 1.12.22 418,04 kr/kg
Ýsa, slægð 1.12.22 398,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 1.12.22 311,75 kr/kg
Ufsi, slægður 1.12.22 413,82 kr/kg
Djúpkarfi 23.11.22 248,00 kr/kg
Gullkarfi 1.12.22 420,54 kr/kg
Litli karfi 28.11.22 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

1.12.22 Björgúlfur EA-312 Botnvarpa
Gullkarfi 5.395 kg
Grálúða 295 kg
Samtals 5.690 kg
30.11.22 Sæfugl ST-081 Landbeitt lína
Þorskur 5.113 kg
Samtals 5.113 kg
30.11.22 Óli Á Stað GK-099 Lína
Þorskur 568 kg
Keila 79 kg
Ýsa 66 kg
Gullkarfi 28 kg
Ufsi 8 kg
Hlýri 6 kg
Lýsa 2 kg
Samtals 757 kg
30.11.22 Steinunn SF-010 Botnvarpa
Þorskur 31.536 kg
Ýsa 4.373 kg
Ufsi 2.872 kg
Gullkarfi 601 kg
Hlýri 183 kg
Steinbítur 31 kg
Þykkvalúra sólkoli 16 kg
Keila 10 kg
Blálanga 5 kg
Samtals 39.627 kg

Skoða allar landanir »