Keyptu líkamsræktarstöð frekar en bíl

Stöndum saman | 26. ágúst 2020

Keyptu líkamsræktarstöð frekar en bíl

Vegna gildandi takmarkana á samkomum vegna farsóttarinnar ákvað Ágústa Einarsdóttir, eigandi Líkamsræktarinnar Grundarfirði, að byrja að bjóða upp á útitíma í spinning föstudaginn 14. ágúst og verða útitímarnir áfram á meðan veður leyfir. Frá og með deginum í dag verða síðan rafrænir æfingatímar formlega í boði á netinu og er hægt að skrá sig í þá á Fésbókinni og Instagram.

Keyptu líkamsræktarstöð frekar en bíl

Stöndum saman | 26. ágúst 2020

Ágústa Einarsdóttir.
Ágústa Einarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Vegna gildandi takmarkana á samkomum vegna farsóttarinnar ákvað Ágústa Einarsdóttir, eigandi Líkamsræktarinnar Grundarfirði, að byrja að bjóða upp á útitíma í spinning föstudaginn 14. ágúst og verða útitímarnir áfram á meðan veður leyfir. Frá og með deginum í dag verða síðan rafrænir æfingatímar formlega í boði á netinu og er hægt að skrá sig í þá á Fésbókinni og Instagram.

Vegna gildandi takmarkana á samkomum vegna farsóttarinnar ákvað Ágústa Einarsdóttir, eigandi Líkamsræktarinnar Grundarfirði, að byrja að bjóða upp á útitíma í spinning föstudaginn 14. ágúst og verða útitímarnir áfram á meðan veður leyfir. Frá og með deginum í dag verða síðan rafrænir æfingatímar formlega í boði á netinu og er hægt að skrá sig í þá á Fésbókinni og Instagram.

Ágústa og Guðmundur Njáll Þórðarson, sem hafa ákveðið að gifta sig 10. október næstkomandi, keyptu Líkamsræktina Grundarfirði, sem átti tíu ára afmæli í nóvember í fyrra, í maí 2018. „Fyrri eigendur höfðu ekki áhuga á að halda starfseminni áfram gangandi og til stóð að loka stöðinni,“ segir Ágústa um kaupin. „Við Guðmundur vorum búin að ákveða að kaupa bíl en þegar þessi staða kom upp vorum við sammála um að sniðugra væri að kaupa stöðina því hún gæfi meira af sér!“

Rut Rúnarsdóttir stjórnar útitíma framan við íþróttamiðstöðina.
Rut Rúnarsdóttir stjórnar útitíma framan við íþróttamiðstöðina. Ljósmynd/Aðsend

Reksturinn hefur gengið vel en kórónuveiran hefur sett strik í reikninginn undanfarna mánuði. Ágústa segir að ekki þýði að gefast upp og þau hafi fengið ýmsar hugmyndir, sem hafi gengið upp, eins og fyrrnefndir æfingatímar, eða bíði betri tíma. Í því sambandi nefnir hún meðal annars æfingar sem til stóð að bjóða krökkunum í vinnuskólanum í sumar í samvinnu við sveitarfélagið. „Við verðum að hugsa og vinna í lausnum,“ segir hún og vísar meðal annars til þess að hún hafi verið með sérstaka kvöldtíma fyrir menntaskólanemendur og unglingana í grunnskólanum áður en kórónuveiran skall á.

Tenging við náttúruna

Ágústa og Guðmundur hafa búið saman í Grundarfirði undanfarin sjö ár og Ágústa vann þar á leikskóla áður en hún tók við stöðinni. Guðmundur er þaðan og hún á þangað ættir að rekja, en átti áður heima í Kópavogi, þar sem hún vann á hjúkrunarheimili. Þar spilaði hún handbolta með HK á unglingsárunum og síðan tók almenn líkamsrækt við.

„Ég hef alltaf verið virk í hreyfingu og það er gott að geta unnið við áhugamálið,“ segir hún. Bætir við að mjög gott sé að búa í Grundarfirði. „Hér er lítil sem engin umferð og náttúran í túnfætinum. Það er þroskandi að búa á svona fámennum stað og það kennir manni að vera nægjusamari en í margmenninu.“

Líkamsræktarstöðin er í íþróttamiðstöðinni og auk Ágústu stjórna Rut Rúnarsdóttir og Lilja Magnúsdóttir æfingunum. Enn fremur eru stöllurnar að byrja með kennslu í Líkamsræktarstöðinni Sólarsport í Ólafsvík. „Það hefur verið mjög gaman hjá okkur og fólk á öllum aldri frá fermingu upp í konu á áttræðisaldri hefur verið í tímunum,“ segir Ágústa.

Veðrið hefur leikið við þátttakendur í spinning-tímunum í liðinni viku frá því þeir byrjuðu úti um miðjan mánuðinn. „Við klæðum okkur bara eftir veðri og það er ekki amalegt að geta verið í líkamsrækt og „tanað“ í leiðinni, gert tvennt í einu með góðum árangri!“

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 24. ágúst.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman