Drónamyndband sýnir rauðglóandi hraun í gígnum

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 12. júlí 2021

Drónamyndband sýnir rauðglóandi hraun í gígnum

Drónamyndband sem sýnir rauðglóandi hrauntjörn gutla í gígnum Gígju birtist á facebooksíðu eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands fyrr í dag. Á myndbandinu má einnig sjá hraunrennsli sem leggur í átt til Meradala ásamt umfangsmikilli hraunbreiðu sem umkringir gíginn.

Drónamyndband sýnir rauðglóandi hraun í gígnum

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 12. júlí 2021

Eldgosið í Geldingadölum er mikið sjónarspil.
Eldgosið í Geldingadölum er mikið sjónarspil. mbl.is/Kristinn Magnússon

Drónamyndband sem sýnir rauðglóandi hrauntjörn gutla í gígnum Gígju birtist á facebooksíðu eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands fyrr í dag. Á myndbandinu má einnig sjá hraunrennsli sem leggur í átt til Meradala ásamt umfangsmikilli hraunbreiðu sem umkringir gíginn.

Drónamyndband sem sýnir rauðglóandi hrauntjörn gutla í gígnum Gígju birtist á facebooksíðu eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands fyrr í dag. Á myndbandinu má einnig sjá hraunrennsli sem leggur í átt til Meradala ásamt umfangsmikilli hraunbreiðu sem umkringir gíginn.

Jóna Sigurlína Pálmadóttir, meistaranemi í jarðfræði, sá um að stýra drónanum en hún, ásamt hópnum frá Háskóla Íslands, komst á Gónhól með aðstoð Landhelgisgæslunnar. Var tilgangur ferðarinnar að gera úttekt á virkni í gígnum Gígju.

Gónhóll var áður vinsæll útsýnisstaður fyrir þá ferðamenn sem lögðu leið sína að gosinu en nú hefur hraunflæði lokað hólinn af. Er því eingöngu hægt að komast þangað flugleiðis.

Myndbandið var tekið síðdegis á laugardag.

Gosið verið höktandi síðustu tvær vikur

Púlsandi virkni hefur verið í eldgosinu síðustu vikur og hafa vísindamenn velt vöngum yfir því hvort um sé að ræða goslok eða breytta hegðun á gosinu.

Magnús Tumi Guðmunds­son, pró­fess­or í jarðeðlis­fræði.
Magnús Tumi Guðmunds­son, pró­fess­or í jarðeðlis­fræði. Ljósmynd/Almannavarnir

Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að landsig í Geldingadölum hafi farið minnkandi síðustu tvær vikur sem ber einnig merki þess að minni kvika sé að koma upp. Frá upphafi gossins hefur landið í nágrenni við eldgosið sigið um örfáa cm enda holrúm sem skapast þegar kvika dælist upp á yfirborðið. Nú þegar dregið hefur úr landsiginu má álykta sem svo að minna framboð sé af kviku neðanjarðar. 

Magnús Tumi segir þó að erfitt sé að meta framhaldið en ekki er öruggt að gosinu sé að ljúka. Gæti höktið einnig verið merki um að kvikan sé nú að koma frá nýjum stað. 

mbl.is