Einn Akureyring og kók í bauk takk

Drónað um landið | 12. júlí 2021

Einn Akureyring og kók í bauk takk!

Akureyri, heimili KA og Þórs og ævintýralegrar notkunar á frönskum kartöflum í alla mögulega og ómögulega rétti.

Einn Akureyring og kók í bauk takk!

Drónað um landið | 12. júlí 2021

Akureyri, heimili KA og Þórs og ævintýralegrar notkunar á frönskum kartöflum í alla mögulega og ómögulega rétti.

Akureyri, heimili KA og Þórs og ævintýralegrar notkunar á frönskum kartöflum í alla mögulega og ómögulega rétti.

Akureyringar eru hreyknir af bænum sínum og það sagði mér maður sem þangað flutti skömmu eftir að Bítlarnir gáfu út sína fyrstu plötu að enn væri hann ekki talinn til Akureyringa, slíkt er stolt heimakvenna og -karla.

Það er gott að koma norður. Sundlaugin er ein sú besta sem völ er á fyrir börn, foreldra og lengra komna og hægt að dvelja þar klukkustundum saman ef því er að skipta. Af nægu er að taka er kemur að veitingastöðum og sá sem þetta skrifar mælir sérstaklega með nýjum matseðli á Bryggjunni, Rub 23 og síðan frábærum mat á Icelandair-hótelinu og þá sérstaklega rétti sem inniheldur beikon, döðlur og svo auðvitað fullt fullt af frönskum. Ef það á að grípa eitthvað snöggt þá er lúgan hjá Nesti á Leirunni málið og jú, mikið rétt. Þar er hamborgari sem heitir Akureyringur og er með frönskum á milli og hann svíkur engan, frekar en Akureyri sjálf.

Á sumrin er Kjarnaskógur málið fyrir fjölskylduna með leiktæki, tjörn og frábær tjaldsvæði. Það er kjörið að brjóta upp daginn og taka sund á Þelamörk eða skella sér í golf eða prófa hvalaskoðun. Af nægu er að taka. Að lokum er nauðsynlegt, til að vera hleypt aftur á svæðið á næstu vikum, að benda fólki á að fá sér Brynjuís. Það er skylda.

mbl.is