„Það sem mér líkar við hálendi Íslands er einsemdin“

Ferðumst innanlands | 11. október 2023

„Það sem mér líkar við hálendi Íslands er einsemdin“

Þeir sem hafa ferðast um hálendi Íslands vita að það er engu líkt og því margir sem verða yfir sig hrifnir. Drónaljósmyndarinn Daniel Haussmann er einn þeirra, en hann heimsótti nýverið hálendið og náði á ótrúlegan hátt að fanga fegurðina og kyrrðina sem einkennir það.

„Það sem mér líkar við hálendi Íslands er einsemdin“

Ferðumst innanlands | 11. október 2023

Traustur og vel útbúinn 4x4 jeppi er nauðsynlegur þegar ferðast …
Traustur og vel útbúinn 4x4 jeppi er nauðsynlegur þegar ferðast á um hálendið. Ljósmynd/Unsplash/Jon Flobrant

Þeir sem hafa ferðast um hálendi Íslands vita að það er engu líkt og því margir sem verða yfir sig hrifnir. Drónaljósmyndarinn Daniel Haussmann er einn þeirra, en hann heimsótti nýverið hálendið og náði á ótrúlegan hátt að fanga fegurðina og kyrrðina sem einkennir það.

Þeir sem hafa ferðast um hálendi Íslands vita að það er engu líkt og því margir sem verða yfir sig hrifnir. Drónaljósmyndarinn Daniel Haussmann er einn þeirra, en hann heimsótti nýverið hálendið og náði á ótrúlegan hátt að fanga fegurðina og kyrrðina sem einkennir það.

Haussmann hefur verið heillaður af hálendinu frá því hann fór í sína fyrstu ferð til Íslands árið 2014. „Það sem gerir það líka áhugavert er að það er svo afskekkt að þú getur bara farið þangað á ákveðnum tímum og á almennilega útbúnum bíl,“ sagði Haussmann í samtali við PetaPixel.

„Það sem heillar mig er að það eru svo margir litir og form og brjálað landslag sem þú finnur hvergi annars staðar, að minnsta kosti að mínu viti,“ bætti hann við. 

Varð yfir sig hrifinn af Mælifelli

Í viðtalinu segir Haussmann að honum þyki meira spennandi að ferðast um hálendið en þessa hefðbundnu „túristastaði“ sem allir fara á, en það sem gerir það líka spennandi er að vera fjarlægur öllu öðru og stundum án símasambands. „Það eru engar bensínstöðvar eða aðrir innviðir og maður þarf að komast yfir ár sem voru stundum djúpar. Þetta er mjög gefandi en auðvitað líka krefjandi,“ sagði hann.

Þótt margir staðir á hálendinu hafi heillað Haussmann segir hann Landmannalaugar á Fjallabaksleið nyrðri og Mælifell á Fjallabaksleið syðri standa upp úr. 

Krefjandi að mynda í íslensku veðurfari

Haussmann er reyndur drónaljósmyndari og er með hina ýmsu dróna. Þrátt fyrir allan búnaðinn sagði hann það hafa verið áskorun að taka drónamyndir í íslensku veðurfari. „Stífur vindur eða rigning gerir það stundum mjög erfitt eða ómögulegt að fljúga drónunum. Rigning á linsunni getur verið mjög pirrandi og á einhverjum tímapunkti þegar dróninn er orðinn rennblautur verður maður líka svolítið hræddur við skammhlaup í rafeindabúnaðinum,“ útskýrði hann. 

„Það sem mér líkar við hálendi Íslands er einsemdin. Auðvitað eru ákveðnir staðir vinsælli en aðrir, en jafnvel á þeim sérð þú að hámarki kannski fjóra eða fimm bíla. Ég held líka að fjölbreytileikinn á stöðum sem þú getur séð á einum degi sé magnaður. Þú keyrir yfir gróskumikinn grænan foss og 20 mínútum síðar ertu staddur í svartri „eldfjallaeyðimörk“ sem liggur upp að græna fjallinu Mælifelli,“ sagði hann að lokum. 

Nýverið birti Haussmann myndskeið á YouTube-rás sinni frá ferðalagi sínu um hálendið, en hann náði á ótrúlegan hátt að fanga einstaka fegurð svæðisins og gerir áhorfendum kleift að upplifa hálendið frá nýju sjónarhorni, úr lofti. 

mbl.is