Barist um að fá að halda Eurovision

Eurovision | 13. júlí 2021

Barist um að fá að halda Eurovision

Andrea Gnassi, borgarstjóri Rimini á Ítalíu, hefur gefið út að borgin sækist eftir því að halda Eurovision-söngvakeppnina á næsta ári. Rimini er tólfta borgin sem bætist í kapphlaupið um að halda söngvakeppnina en umsóknarfrestur rann út á miðnætti. 

Barist um að fá að halda Eurovision

Eurovision | 13. júlí 2021

Fresturinn til að sækja um að halda Eurovision rann út …
Fresturinn til að sækja um að halda Eurovision rann út á miðnætti. Af Wikipedia

Andrea Gnassi, borgarstjóri Rimini á Ítalíu, hefur gefið út að borgin sækist eftir því að halda Eurovision-söngvakeppnina á næsta ári. Rimini er tólfta borgin sem bætist í kapphlaupið um að halda söngvakeppnina en umsóknarfrestur rann út á miðnætti. 

Andrea Gnassi, borgarstjóri Rimini á Ítalíu, hefur gefið út að borgin sækist eftir því að halda Eurovision-söngvakeppnina á næsta ári. Rimini er tólfta borgin sem bætist í kapphlaupið um að halda söngvakeppnina en umsóknarfrestur rann út á miðnætti. 

Listinn yfir borgirnar sem hafa sótt um að halda keppnina hefur ekki enn verið gerður opinber en fjórar borgir til viðbótar hafa greint frá því opinberlega að þær hafi sótt um; Bologna, Tórínó, Jesolo og Pesaro. 

Ítalir unnu Eurovision í maí síðastliðnum og því kemur það í þeirra hlut að halda keppnina á næsta ári.

mbl.is