Kostnaðurinn 175 milljónir

Eurovision | 22. maí 2024

Kostnaðurinn 175 milljónir

Kostnaður við framkvæmd Söngvakeppninnar og þátttöku RÚV í Eurovision í Svíþjóð verður um 175 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Rúnars Freys Gíslasonar framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Kostnaðurinn 175 milljónir

Eurovision | 22. maí 2024

Hera Björk söng lagið „Scared of Heights“ í keppninni.
Hera Björk söng lagið „Scared of Heights“ í keppninni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kostnaður við framkvæmd Söngvakeppninnar og þátttöku RÚV í Eurovision í Svíþjóð verður um 175 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Rúnars Freys Gíslasonar framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Kostnaður við framkvæmd Söngvakeppninnar og þátttöku RÚV í Eurovision í Svíþjóð verður um 175 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Rúnars Freys Gíslasonar framkvæmdastjóra Söngvakeppninnar við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Rúnar Freyr segir að enn eigi eftir að fara yfir alla liði en gera megi ráð fyrir að kostnaður við Söngvakeppnina 2024 verði um 135 milljónir króna og kostnaður við Eurovision-þátttöku verði í kringum 40 milljónir.

Í frétt Morgunblaðsins í febrúar var haft eftir Rúnari að búist væri við því að kostnaður við Söngvakeppnina yrði um 125 milljónir króna. Sameiginlegur kostnaður við Söngvakeppnina og þátttöku í Eurovision var áætlaður 150 milljónir króna árið 2023, samkvæmt frétt blaðsins í febrúar í fyrra. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is