Skynjar handanheiminn eins og Truman Show

Dagmál | 19. október 2021

Skynjar handanheiminn eins og Truman Show

„Ég fæ að sjá ljós, kærleik og alls konar birtingarmyndir. En ég get ekkert sagt: Þetta er svona,“ segir miðillinn Anna Birta Lionaraki um klemmuna sem hún kemst reglulega í þegar fólk hefur efasemdir um að hægt sé að sjá hluti sem eru handan okkar veraldlega heims. Hún líkir upplifuninni við að vera stödd í Hollywood kvikmyndinni The Truman Show.

Skynjar handanheiminn eins og Truman Show

Dagmál | 19. október 2021

„Ég fæ að sjá ljós, kærleik og alls konar birtingarmyndir. En ég get ekkert sagt: Þetta er svona,“ segir miðillinn Anna Birta Lionaraki um klemmuna sem hún kemst reglulega í þegar fólk hefur efasemdir um að hægt sé að sjá hluti sem eru handan okkar veraldlega heims. Hún líkir upplifuninni við að vera stödd í Hollywood kvikmyndinni The Truman Show.

„Ég fæ að sjá ljós, kærleik og alls konar birtingarmyndir. En ég get ekkert sagt: Þetta er svona,“ segir miðillinn Anna Birta Lionaraki um klemmuna sem hún kemst reglulega í þegar fólk hefur efasemdir um að hægt sé að sjá hluti sem eru handan okkar veraldlega heims. Hún líkir upplifuninni við að vera stödd í Hollywood kvikmyndinni The Truman Show.

Í myndskeiðinu hér að ofan segir hún frá því hversu snúið það getur verið að útskýra sína hlið á að sjá það sem aðrir sjá ekki.

Anna Birta er gest­ur Berg­lind­ar Guðmunds­dótt­ur í Dag­mál­um í dag og seg­ir frá reynslu sinni af miðils­störf­un­um sem hún sinn­ir m.a. til viðskipta­vina er­lend­is í gegn­um netið.

Hófst mikið fjölmiðlafár

Anna Birta fædd­ist á Íslandi en ólst upp í Grikklandi og lærði m.a. leik­list í Aþenu. Hún held­ur því fram að skyggni­gáf­una hafi hún fengið í arf og hef­ur mik­inn áhuga á að rann­saka hvað lík­am­leg­ir þætt­ir teng­ist henni. Fram und­an er miðils­fund­ur hjá henni í Hann­es­ar­holti hinn 23. októ­ber en síðast þegar það stóð til hófst mikið fjöl­miðlafár.

Viðtalið í heild sinni, sem er aðgengi­legt fyr­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins, er að finna hér en einnig er hægt að kaupa vikupassa hér.

mbl.is