Gangainnskot geti ógnað innviðum

Eldgos í Geldingadölum | 11. febrúar 2022

Gangainnskot geti ógnað innviðum

Gangainnskot á Reykjanesskaga geta mögulega ógnað mikilvægum innviðum höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja, hvort sem þau leiði til eldgoss eða ekki.

Gangainnskot geti ógnað innviðum

Eldgos í Geldingadölum | 11. febrúar 2022

Dr. Páll Einarsson.
Dr. Páll Einarsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gangainnskot á Reykjanesskaga geta mögulega ógnað mikilvægum innviðum höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja, hvort sem þau leiði til eldgoss eða ekki.

Gangainnskot á Reykjanesskaga geta mögulega ógnað mikilvægum innviðum höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja, hvort sem þau leiði til eldgoss eða ekki.

Þetta segir Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus, í samtali við Morgunblaðið.

Páll segir að slík gangainnskot gætu haft mikil áhrif á kerfi sem fæða vatnsveitur, hitaveitur og jarðvarmavirkjanir. Einhver þeirra gætu mögulega spilst til frambúðar yrði gangainnskot á slæmum stað.

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur.
Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn fremur segir Páll að hinni flóknu atburðarás á Reykjanesskaga sé ekki lokið og að enn megi búast við sterkum jarðskjálfta við höfuðborgarsvæðið.

„Eldgosið í Geldingadölum var bara hluti af flókinni atburðarás á Reykjanesskaga,“ segir Páll.

Þegar hafa orðið kvikuinnskot á 3-4 stöðum á skaganum þótt kvikan hafi til þessa aðeins náð til yfirborðs á einum stað. 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.

mbl.is