Þingmenn vilja styrkja Alþjóðasakadómstólinn

Úkraína | 23. mars 2022

Þingmenn vilja styrkja Alþjóðasakadómstólinn

Þrjátíu þingmenn úr Viðreisn, Pírötum, Samfylkingu, Sjálfstæðisflokki, Flokki Fólksins, Miðflokki, Framsóknarflokki og Vinstri grænum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um 10 milljóna króna fjárstuðning til Alþjóðasakadómstólsins. 

Þingmenn vilja styrkja Alþjóðasakadómstólinn

Úkraína | 23. mars 2022

Lagt er til að styrkja Alþjóðasakadómstólinn um hundrað milljónir króna.
Lagt er til að styrkja Alþjóðasakadómstólinn um hundrað milljónir króna. JERRY LAMPEN

Þrjátíu þingmenn úr Viðreisn, Pírötum, Samfylkingu, Sjálfstæðisflokki, Flokki Fólksins, Miðflokki, Framsóknarflokki og Vinstri grænum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um 10 milljóna króna fjárstuðning til Alþjóðasakadómstólsins. 

Þrjátíu þingmenn úr Viðreisn, Pírötum, Samfylkingu, Sjálfstæðisflokki, Flokki Fólksins, Miðflokki, Framsóknarflokki og Vinstri grænum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um 10 milljóna króna fjárstuðning til Alþjóðasakadómstólsins. 

Er það gert vegna innrásar Rússslands í Úkraínu og í von um að íslensk stjórnvöld geti þannig tekið einarða afstöðu gegn stríðsglæpum og styðji viðbrögð alþjóðasamfélagsins við þeim.

Karim A. A. Khan, saksóknari við Alþjóðasakadómstólinn, hefur sagt ástæðu til að ætla að stríðsglæpir hafi verið framdir af hálfu rússneska hersins í Úkraínu en hinn 28. febrúar lýsti hann yfir að hafin yrði rannsókn vegna stöðunnar og ætlaðra brota í Úkraínu, að því er segir í greinargerð þinsályktunartillögunnar. 

mbl.is