Davíð fallinn af lista Forbes

Davíð Helgason | 2. maí 2022

Davíð fallinn af lista Forbes

Auðmaðurinn Davíð Helgason er dottinn út af lista bandaríska tímaritsins Forbes yfir milljarðamæringa heimsins. Viðskiptablaðið greinir frá og segir að lækkun hlutabréfaverðs hugbúnaðarfyrirtækisins Unity skýra þetta.

Davíð fallinn af lista Forbes

Davíð Helgason | 2. maí 2022

Davíð Helgason er ekki lengur milljarðamæringur.
Davíð Helgason er ekki lengur milljarðamæringur.

Auðmaðurinn Davíð Helgason er dottinn út af lista bandaríska tímaritsins Forbes yfir milljarðamæringa heimsins. Viðskiptablaðið greinir frá og segir að lækkun hlutabréfaverðs hugbúnaðarfyrirtækisins Unity skýra þetta.

Auðmaðurinn Davíð Helgason er dottinn út af lista bandaríska tímaritsins Forbes yfir milljarðamæringa heimsins. Viðskiptablaðið greinir frá og segir að lækkun hlutabréfaverðs hugbúnaðarfyrirtækisins Unity skýra þetta.

Davíð komst í fyrsta skipti á listann á síðasta ári en það var annasamt ár fyrir Davíð. Þá festi hann meðal annars kaup á Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi. 

Frá áramótum hefur gengi Unity fallið um meira en helming og hefur það ekki verið lægra frá skráningu í kauphöll Nasdaq í New York í september árið 2020. Stóð gengið í 66,4 dölum á hlut á föstudag.

Davíð, sem stofnaði Unity á sínum tíma, hefur minnkað við eignarhlut sinn í fyrirtækinu undanfarna mánuði, og hefur selt um 12% af hlut sínum fyrir tæplega 20 milljarða króna.

Eignir Davíðs voru metnar á 1,1 milljarð bandaríkjadala í byrjun apríl þegar listi Forbes kom út og var hann þá í sæti 2.448 af 2.668.

mbl.is