Tekjur Arnarlax jukust um 114 prósent

Fiskeldi | 12. maí 2022

Tekjur Arnarlax jukust um 114 prósent

Rekstrartekjur Icelandic Salmon, móðurfyrirtæki laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, á fyrsta ársfjórðungi ársins voru 114 prósent hærri en á sama ársfjórðungi í fyrra.

Tekjur Arnarlax jukust um 114 prósent

Fiskeldi | 12. maí 2022

Laxeldi Arnarlax í eigu Icelandic Salmon.
Laxeldi Arnarlax í eigu Icelandic Salmon. Ljósmynd/Icelandic Salmon

Rekstrartekjur Icelandic Salmon, móðurfyrirtæki laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, á fyrsta ársfjórðungi ársins voru 114 prósent hærri en á sama ársfjórðungi í fyrra.

Rekstrartekjur Icelandic Salmon, móðurfyrirtæki laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, á fyrsta ársfjórðungi ársins voru 114 prósent hærri en á sama ársfjórðungi í fyrra.

Icelandic Salmon kynnti ársfjórðungsuppgjörið sitt í beinu streymi til fjárfesta í morgun. Rekstrartekjur fjórðungsins námu 37,1 milljón evra (5,2 milljarðar íslenskra króna) en þær voru 17,3 milljónir evra (2,4 milljarðar króna) á fyrsta fjórðungi ársins 2021.

Árangurinn þakkaði Björn Hembre, for­stjóri Icelandic Salmon, hækkandi verðlagi og góðrar líffræðilegra aðstæðna. Framleiðsla jókst um níu hundruð tonn ef miðað er við fyrsta ársfjórðung síðasta árs.

Icelandic Salmon er skráð í Euronext-hluta­bréfa­markaðinn í kaup­höll­inni í Ósló.

mbl.is