Arnarlax snéri tapi í hagnað

Framleiðsla á laxi jókst töluvert og rekstrartekjur í samræmi við …
Framleiðsla á laxi jókst töluvert og rekstrartekjur í samræmi við það. Icelandic Salmon, móðurfélag Arnarlax, skilaði milljarði í hagnað á síðasta ári. Ljósmynd/Icelandic Salmon

Rekstrarhagnaður Icelandic Salmon AS, móðurfélag laxeldisfyrirtækisins Arnarlax á Vestfjörðum, nam 7,3 milljónum evra í fyrra, eða rúmum milljarði króna, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Um er að ræða rekstrarhagnað upp á 0,63 evrur á hvert framleitt kíló af fiski.

Í tilkynnignunni segir að um verulegan viðsnúning sé að ræða þar sem 4,6 milljóna evra tap hafi verið árið á undan. Alls námu rekstrartekjur Icelandic Salmon og dótturfélaga þess 90,8 milljónum evra á árinu 2021, sem jafngildir 12,7 milljörðum króna. Tekjur samstæðunnar árið á undan námu 61,8 milljónum evra.

Vakin er athygli á því að markaðaðstæður fyrir laxafurðir hafi verið mjög jákvæðar, en markaðir hafa verið fyrir töluverðum truflunum vegna Covid-19 faraldursins. „Heildaruppskera Icelandic Salmon nam 11.563 tonnum sem er 2,6% meira en í fyrra en vegna hærra afurðaverðs á helstu mörkuðum þá jókst velta fyrirtækisins sem fyrr segir um tæplega 50% á milli ára. Stjórnendur gera ráð fyrir áframhaldandi góðum árangri og að uppskera yfirstandandi árs verði í kringum 16.000 tonn,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Björn Hembre, forstjóra Icelandic Salmon, að  árið 2021 hafi verið það besta í sögu fyrirtækisins auk þess sem grundvöllur frekari árangurs hafi verið efldur.

„Starfsfólki fjölgaði með ráðningum í ýmis ný hlutverk bæði stjórnenda og sérfræðinga. Þá voru mun minni afföll í framleiðslunni sem er mikið hrós fyrir starfsfólk okkar og til marks um þær úrbætur sem gerðar hafa verið í ræktunarferlinu á síðustu árum. Einnig kynntum við nýtt vörumerki, Arnarlax - Sustainable Iceland Salmon, sem var mikilvægur áfangi í að kynna áherslu okkar á sjálfbærni og græna framleiðslu,“ segir Björn.

Í sjálfbærniskýrslu fyrirtækisins, sem birt var samhliða ársreikningi, kemur fram að mikill viðsnúningur hafi orðið í atvinnulífi Bíldudals síðustu ár. Sveitarfélagið var á árum áður hluti af verkefninu Brothættar byggðir á vegum Byggðastofnunar en hætti í því árið 2016 í kjölfar uppbyggingarinnar í eldi og tengdum greinum.

Björn Hembre forstjóri Icelandic Salmon.
Björn Hembre forstjóri Icelandic Salmon. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 26.4.24 393,93 kr/kg
Þorskur, slægður 26.4.24 307,20 kr/kg
Ýsa, óslægð 26.4.24 202,84 kr/kg
Ýsa, slægð 26.4.24 78,20 kr/kg
Ufsi, óslægður 26.4.24 110,49 kr/kg
Ufsi, slægður 26.4.24 133,49 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 26.4.24 156,12 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

26.4.24 Ísak AK 67 Grásleppunet
Þorskur 256 kg
Grásleppa 149 kg
Samtals 405 kg
26.4.24 Emilía AK 57 Grásleppunet
Grásleppa 1.303 kg
Þorskur 303 kg
Samtals 1.606 kg
26.4.24 Litlanes ÞH 3 Línutrekt
Þorskur 1.304 kg
Ýsa 696 kg
Steinbítur 171 kg
Keila 77 kg
Samtals 2.248 kg
26.4.24 Högni ÍS 155 Grásleppunet
Grásleppa 1.435 kg
Þorskur 54 kg
Rauðmagi 33 kg
Skarkoli 4 kg
Samtals 1.526 kg

Skoða allar landanir »