Líklegast kvika sem veldur landrisi núna

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 16. maí 2022

Líklegast kvika sem veldur landrisi núna

Ólafur G. Flóvenz, jarðeðlisfræðingur og fyrrum forstjóri Íslenskrar orkurannsókna (ÍSOR), telur að landrisið núna undir Reykjanesskaga við Þorbjörn stafi að mestu leyti af kviku en ekki gasi og mögulega hafi kvikustreymi leitað til hliðar í átt að Svartsengi þegar eldgosinu í Fagradalsfjalli lauk í fyrra.

Líklegast kvika sem veldur landrisi núna

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 16. maí 2022

Ólafur telur að landrisið undir Reykjanesskaga við Þorbjörn sé vegna …
Ólafur telur að landrisið undir Reykjanesskaga við Þorbjörn sé vegna kviku en ekki gas. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ólafur G. Flóvenz, jarðeðlisfræðingur og fyrrum forstjóri Íslenskrar orkurannsókna (ÍSOR), telur að landrisið núna undir Reykjanesskaga við Þorbjörn stafi að mestu leyti af kviku en ekki gasi og mögulega hafi kvikustreymi leitað til hliðar í átt að Svartsengi þegar eldgosinu í Fagradalsfjalli lauk í fyrra.

Ólafur G. Flóvenz, jarðeðlisfræðingur og fyrrum forstjóri Íslenskrar orkurannsókna (ÍSOR), telur að landrisið núna undir Reykjanesskaga við Þorbjörn stafi að mestu leyti af kviku en ekki gasi og mögulega hafi kvikustreymi leitað til hliðar í átt að Svartsengi þegar eldgosinu í Fagradalsfjalli lauk í fyrra.

Hann bendir á að það sem olli landrisinu fyrir tveimur árum hafi líklega verið uppsafnað gas í kvikugeymi undir Fagradalsfjalli.

„Mér finnst ekki ólíklegt að það sé kvika að safnast saman undir Svartsengi, eða þess vegna undir Sundhnjúkagígaröðinni sem liggur til norðausturs frá Grindavík þar sem að það eru búnir að vera viðvarandi skjálftar í langan tíma,“ segir hann, en hann telur þetta vera mikil hættumerki um yfirvofandi eldgos.

Mikil hætta er á eldgosi í kringum Grindavík að sögn …
Mikil hætta er á eldgosi í kringum Grindavík að sögn Ólafs G. Flóvenz, jarðeðlisfræðings og fyrrum forstjóra Íslenskrar orkurannsókna. mbl.is/Arnaldur Halldórsson

Mestar áhyggjur af Grindavík

Í samtali við mbl.is segir hann að ef eldgos myndi hefjast við Svartsengi þá yrðu Bláa lónið og orkuverið í Svartsengi í mikilli hættu vegna hraunrennslis. Hann segist þó hafa mestar áhyggjur af Grindavík sem hann segir standa á hrauni sem rann úr Sundhnjúkagígum fyrir um tvö þúsund árum, en syðstu gígarnir eru nánast við ystu mörkin á byggðinni í Grindavík.

„Það segir manni bara það að það hlýtur að vera mikil hætta á eldgosi í kringum Grindavík, í Svartsengi og í Eldvörpum við núverandi aðstæður.“

mbl.is