Freyja siglir flekklaus framvegis

Landhelgisgæslan | 3. júní 2022

Freyja siglir flekklaus framvegis

Málningarvinna og minni háttar viðhald fyrir varðskipið Freyju var nýlega boðið út hjá Ríkiskaupum. Eins og margoft hefur komið fram mistókst vinnan algerlega þegar Freyja var máluð í litum Landhelgisgæslunnar og hefur hún verið flekkótt við gæslustörf við landið síðan hún kom hingað í nóvember sl.

Freyja siglir flekklaus framvegis

Landhelgisgæslan | 3. júní 2022

Gráa málningin flagnaði af Freyju þegar hún sigldi um úfinn …
Gráa málningin flagnaði af Freyju þegar hún sigldi um úfinn sjó. mbl.is/Árni Sæberg

Málningarvinna og minni háttar viðhald fyrir varðskipið Freyju var nýlega boðið út hjá Ríkiskaupum. Eins og margoft hefur komið fram mistókst vinnan algerlega þegar Freyja var máluð í litum Landhelgisgæslunnar og hefur hún verið flekkótt við gæslustörf við landið síðan hún kom hingað í nóvember sl.

Málningarvinna og minni háttar viðhald fyrir varðskipið Freyju var nýlega boðið út hjá Ríkiskaupum. Eins og margoft hefur komið fram mistókst vinnan algerlega þegar Freyja var máluð í litum Landhelgisgæslunnar og hefur hún verið flekkótt við gæslustörf við landið síðan hún kom hingað í nóvember sl.

Aðeins barst eitt tilboð í verkið, frá skipasmíðastöðinni GMC Yard AS í Stavanger í Noregi. Hljóðaði það upp á rúmar 258 þúsund evrur, jafnvirði rúmlega 35 milljóna íslenskra króna. Gert er ráð fyrir að samið verði við norsku skipasmíðastöðina og er áætlað að Freyja fari utan í haust, segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Gæslunnar. Ekki reyndist unnt að vinna verkið hér á landi. „Við hjá Landhelgisgæslunni hlökkum til að sjá varðskipið Freyju sigla flekklaust umhverfis landið næsta vetur,“ segir Ásgeir.

Seljandi skipsins verður krafinn um greiðslu kostnaðar við málningu skipsins þar sem um augljós mistök af hans hálfu var að ræða, þegar það var málað í Hollandi í fyrra.

mbl.is