Gæslan keypti olíu í Færeyjum

Landhelgisgæslan | 5. september 2023

Gæslan keypti olíu í Færeyjum

Áhöfnin á varðskipinu Freyju hélt sameiginlega æfingu með áhöfnum Brimils, varðskips færeysku landhelgisgæslunnar, og Hvidbjornen, varðskips danska sjóhersins, við Færeyjar í síðustu viku. Var tækifærið notað til að kaupa olíu á varðskipið og spara þannig milljónatugi. Skipherra í leiðangrinum var Friðrik Höskuldsson.

Gæslan keypti olíu í Færeyjum

Landhelgisgæslan | 5. september 2023

Skipið var við æfingar við Færeyjar þegar olía var tekin.
Skipið var við æfingar við Færeyjar þegar olía var tekin. Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson

Áhöfnin á varðskipinu Freyju hélt sameiginlega æfingu með áhöfnum Brimils, varðskips færeysku landhelgisgæslunnar, og Hvidbjornen, varðskips danska sjóhersins, við Færeyjar í síðustu viku. Var tækifærið notað til að kaupa olíu á varðskipið og spara þannig milljónatugi. Skipherra í leiðangrinum var Friðrik Höskuldsson.

Áhöfnin á varðskipinu Freyju hélt sameiginlega æfingu með áhöfnum Brimils, varðskips færeysku landhelgisgæslunnar, og Hvidbjornen, varðskips danska sjóhersins, við Færeyjar í síðustu viku. Var tækifærið notað til að kaupa olíu á varðskipið og spara þannig milljónatugi. Skipherra í leiðangrinum var Friðrik Höskuldsson.

Fyrir æfinguna var ljóst að taka þyrfti um 750.000 lítra af skipagasolíu á varðskipið Freyju, upplýsir Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Olían kostaði tæpar 80 milljónir og var tekin í Þórshöfn. Hann segir að erfitt sé að segja nákvæma tölu á verðmismun milli Íslands og Færeyja því að verð byggist á tilboðum sem fengin eru fyrir olíutöku á hverjum stað þann daginn.

Gera megi ráð fyrir að lágmarki 30% verðmun, þ.e. 25-30 milljónum króna. Gæslan þarf ekki að greiða virðisaukaskatt ef olían er keypt í Færeyjum.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu i dag, þriðjudag.

mbl.is