„Í fullkomnum heimi fengjum við greitt“

Dagmál | 19. júlí 2022

„Í fullkomnum heimi fengjum við greitt“

Bókmenntavefurinn Lestrarklefinn.is er rekinn alfarið í sjálfboðavinnu þeirra sem að honum standa. Rebekka Sif Stefánsdóttir og Katrín Lilja Jónsdóttir sögðu frá starfinu í Dagmálum. 

„Í fullkomnum heimi fengjum við greitt“

Dagmál | 19. júlí 2022

Bókmenntavefurinn Lestrarklefinn.is er rekinn alfarið í sjálfboðavinnu þeirra sem að honum standa. Rebekka Sif Stefánsdóttir og Katrín Lilja Jónsdóttir sögðu frá starfinu í Dagmálum. 

Bókmenntavefurinn Lestrarklefinn.is er rekinn alfarið í sjálfboðavinnu þeirra sem að honum standa. Rebekka Sif Stefánsdóttir og Katrín Lilja Jónsdóttir sögðu frá starfinu í Dagmálum. 

Rebekka vekur athygli á því hvað bókmenntaumfjöllun skipti rithöfunda og útgáfuheiminn miklu máli. 

„Þessi bókaumfjöllun er svo mikilvæg og það er sorglegt að hún sé ekki meiri. Og við hjá Lestrarklefanum dýrkum að geta stutt við hana.“ 

Þær nefna að bókaumfjöllun sé ekki að finna á mörgum stöðum hér á landi og þeir fáu miðlar sem skrifi gagnrýni um bækur fjalli sjaldan um þær bækur sem Lestrarklefinn sérhæfi sig í, léttmeti, barnabókum og grasrótarútgáfu.

„Í fullkomnum heimi myndi fólk vera í fullu starfi við að gera þetta“, segir Rebekka og Katrín bætir við: „Í fullkomnum heimi myndum við fá greitt fyrir vinnuna okkar.“

Hingað til hafa pennar Lestrarklefans alfarið lesið og skrifað fyrir vefinn í frítíma sínum.

Katrín vekur þó athygli á því að hægt sé að styrkja Lestrarklefann og kaupa þar auglýsingar. Þá getu forsvarsmennirnir gert eitthvað aukalega eins og að halda viðburði eða þá greitt sér örfáar krónur fyrir vinnuframlagið. 

mbl.is