Refsiaðgerðir snúist ekki um Úkraínu

Úkraína | 25. júlí 2022

Refsiaðgerðir snúist ekki um Úkraínu

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hafnar því að Rússar hafi valdið alþjóðlegri matvælakreppu. Sakaði hann jafnframt vestrænar þjóðir um að reyna að þröngva yfirráðum sínum yfir á aðra.

Refsiaðgerðir snúist ekki um Úkraínu

Úkraína | 25. júlí 2022

Larov ásamt sendiherra Arababandalagsins í Kaíró í dag.
Larov ásamt sendiherra Arababandalagsins í Kaíró í dag. AFP/Utanríkisráðuneyti Rússlands

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hafnar því að Rússar hafi valdið alþjóðlegri matvælakreppu. Sakaði hann jafnframt vestrænar þjóðir um að reyna að þröngva yfirráðum sínum yfir á aðra.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hafnar því að Rússar hafi valdið alþjóðlegri matvælakreppu. Sakaði hann jafnframt vestrænar þjóðir um að reyna að þröngva yfirráðum sínum yfir á aðra.

Þetta kom fram í ræðu hans til sendiherra Arababandalagsins í Kaíró í Egyptalandi í dag. BBC greinir frá.

Úkaína er einn stærsti útflytjandi hveit­is og korns á heimsvísu en Rússar hafa hindrað flutning frá landinu. Á föstudaginn var þó undirritað samkomulag um að hefja flutninginn á ný.

Lavrov hitti sendiherra og starfsmenn Arababandalagsins í Kaíró í dag.
Lavrov hitti sendiherra og starfsmenn Arababandalagsins í Kaíró í dag. AFP/Utanríkisráðuneyti Rússlands

Lavrov sagði jafnframt hugmyndir vestrænna þjóða um að beita Rússa refsiaðgerðum benda til þess að þær séu að hugsa um heimsskipulagið, ekki Úkraínu.

Ráðherrann er nú í ferð um Afríku þar sem Rússar leita nú að stuðningi. Hann hefur áður sagt að Rússar kunni að meta stöðu Afríkuríkja í deilunni um Úkraínu.

mbl.is