Troðin tjaldstæði vegna gossins

Eldgos á Reykjanesskaga | 16. ágúst 2022

Troðin tjaldstæði vegna gossins

Mikil aðsókn hefur verið að tjaldsvæðinu í Grindavík eftir að hóf að gjósa í Meradölum í byrjun ágúst. Umsjónarmaður svæðisins segir fáa Íslendinga sækja svæðið.

Troðin tjaldstæði vegna gossins

Eldgos á Reykjanesskaga | 16. ágúst 2022

Erlendir ferðamenn eru greinilega spenntir að sjá gosið.
Erlendir ferðamenn eru greinilega spenntir að sjá gosið. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Mikil aðsókn hefur verið að tjaldsvæðinu í Grindavík eftir að hóf að gjósa í Meradölum í byrjun ágúst. Umsjónarmaður svæðisins segir fáa Íslendinga sækja svæðið.

Mikil aðsókn hefur verið að tjaldsvæðinu í Grindavík eftir að hóf að gjósa í Meradölum í byrjun ágúst. Umsjónarmaður svæðisins segir fáa Íslendinga sækja svæðið.

Tjaldsvæðið er um 13.500 fermetrar og eru 42 stæði þar fyrir húsbíla, fellihýsi og tjaldvagna. 

Gestir gisti lengur

Sreten Ævar Karimanovic, umsjónarmaður svæðisins, segir tjaldsvæðið hafa verið fullt síðustu vikur og hann þurft að vísa ferðamönnum á önnur tjaldsvæði.

„Það er mjög mikil umferð um svæðið núna. Við erum að reyna mæta þörfum allra en það er erfitt,“ segir Sreten í samtali við mbl.is.

Hann segir flesta gesti vera erlenda ferðamenn frá Þýskalandi, Bandaríkjunum, Frakklandi og Hollandi. Þá segir hann gesti nú gista lengur en vanalega, sumir í fjóra til fimm daga sem er mjög óvenjulegt að sögn Sreten.

mbl.is