Landverðir komnir við gosstöðvarnar

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 7. september 2022

Landverðir komnir við gosstöðvarnar

Ráðningum landvarða við gosstöðvarnar í Meradölum lauk í síðustu viku og hófu þeir störf á föstudaginn fyrir helgi. Vaktirnar eru um 10 klukkustunda langar en alls verða tveir landverðir að störfum á virkum dögum og þrír um helgar. Þetta staðfesti Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.

Landverðir komnir við gosstöðvarnar

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 7. september 2022

Landverðir sjá m.a. um eftirlit með göngustígum.
Landverðir sjá m.a. um eftirlit með göngustígum. mbl.is/Guðlaugur J. Albertsson

Ráðningum landvarða við gosstöðvarnar í Meradölum lauk í síðustu viku og hófu þeir störf á föstudaginn fyrir helgi. Vaktirnar eru um 10 klukkustunda langar en alls verða tveir landverðir að störfum á virkum dögum og þrír um helgar. Þetta staðfesti Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.

Ráðningum landvarða við gosstöðvarnar í Meradölum lauk í síðustu viku og hófu þeir störf á föstudaginn fyrir helgi. Vaktirnar eru um 10 klukkustunda langar en alls verða tveir landverðir að störfum á virkum dögum og þrír um helgar. Þetta staðfesti Inga Dóra Hrólfsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun.

Landverðirnir munu koma til með að sinna eftirliti með göngustígum, öryggisgæslu og forvörnum, þar sem þeir fylgjast m.a. með því að fólk leggi ekki af stað frá bílastæðum illabúið. Þá munu þeir einnig fræða ferðamenn um eldgosið, hraunið og landslagið.

Hættustig almannavarna er enn í gildi í Meradölum vegna eldgossins sem vísindamenn telja nú að sé lokið. Hætturnar leynast þó víða ekki síður vegna hraunbreiðunnar sem hylur dalinn.

Að sögn Ingu Dóru munu landverðir ekki koma til með að ganga í störf björgunarsveitarfólks þegar kemur að því að bjarga fólki í ógöngum en því hlutverki sinna björgunarsveitir enn. 

Hiti í hrauninu

Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, segir jákvætt að landverðir séu mættir til starfa í Meradölum til að ráðleggja fólki og fræða.

Hann segir enn mikinn hita í hrauninu sem geti verið allt að 30 metra þykkt og sé ekki harðnað í gegn. 

„Við vitum ekki hvort að það liggi þunn eða þykk skel yfir. Það tekur um eitt til tíu ár fyrir hraunið að harðna í gegn,“ segir Bogi.

Vont veður stöðvi fólk ekki

Að sögn Boga fara um 1.500 manns á dag að gosstöðvunum sem séu nú orðinn vinsæll ferðamannastaður. Þá láti fólk þoku og vont veður ekki stöðva sig og fari þrátt fyrir að skyggni sé lélegt og gosstöðvarnar sjáist ekki.

Aðspurður segir hann þó engin nýleg útköll hafa borist vegna fólks í hættu á gosstöðvunum en fólk sé enn að freista þess að ganga á hraunbreiðunni.

„Það eru alltaf einhverjir göngutúrar upp á það.“

mbl.is