Átján verstu mínútur Rússa frá upphafi

Úkraína | 12. október 2022

Átján verstu mínútur Rússa frá upphafi

„Rússneskt innrásarlið í Úkraínu átti í dag að líkindum sínar verstu átján mínútur frá upphafi átaka, en á þessum stutta tíma tókst loftvarnarsveitum heimamanna að granda fjórum Ka-52-árásarþyrlum,“ skrifar Kristján Johannessen, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur, á Facebook-síðu sína.

Átján verstu mínútur Rússa frá upphafi

Úkraína | 12. október 2022

Segir Kristján beint tjón minnst vera níu milljarða króna.
Segir Kristján beint tjón minnst vera níu milljarða króna.

„Rússneskt innrásarlið í Úkraínu átti í dag að líkindum sínar verstu átján mínútur frá upphafi átaka, en á þessum stutta tíma tókst loftvarnarsveitum heimamanna að granda fjórum Ka-52-árásarþyrlum,“ skrifar Kristján Johannessen, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur, á Facebook-síðu sína.

„Rússneskt innrásarlið í Úkraínu átti í dag að líkindum sínar verstu átján mínútur frá upphafi átaka, en á þessum stutta tíma tókst loftvarnarsveitum heimamanna að granda fjórum Ka-52-árásarþyrlum,“ skrifar Kristján Johannessen, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur, á Facebook-síðu sína.

Segir Kristján beint tjón vegna þessa minnst níu milljarða króna og að við það bætist sá mikli kostnaður sem farið hefur í viðhald tækjanna og hugbúnaðaruppfærslu undanfarin ár auk þjálfun flugmanna, hafi þeir ekki komist lífs af.

Kamov Ka-52-þyrlan er tveggja manna árásar- og eftirlitsþyrla sem hönnuð hefur verið út frá eldri þyrlu Sovétmanna, Ka-50. Þá er þyrlan, sem tekin var í notkun rússneska hersins árið 2011, búin vopnum sem grandað geta óbrynvörðum jafnt sem brynvörðum landtækjum og hægfara loftförum. 

mbl.is