Hafði áhyggjur af ferðamönnum á hrauninu

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 13. október 2022

Hafði áhyggjur af ferðamönnum á hrauninu

Hákon, krónprins Noregs, hafði áhyggjur af ferðamönnum sem gengu ofan á hrauninu hjá gosstöðvunum við Fagradalsfjall er hann var staddur þar í heimsókn ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í gær. 

Hafði áhyggjur af ferðamönnum á hrauninu

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 13. október 2022

Hákon og Guðni á gosstöðvunum í gær.
Hákon og Guðni á gosstöðvunum í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hákon, krónprins Noregs, hafði áhyggjur af ferðamönnum sem gengu ofan á hrauninu hjá gosstöðvunum við Fagradalsfjall er hann var staddur þar í heimsókn ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í gær. 

Hákon, krónprins Noregs, hafði áhyggjur af ferðamönnum sem gengu ofan á hrauninu hjá gosstöðvunum við Fagradalsfjall er hann var staddur þar í heimsókn ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, í gær. 

Að sögn blaðamanns High North News sem var á svæðinu stigu þó nokkrir ferðamenn upp á hraunið og köstuðu jafnvel steinum að því, að því er virtist til að sjá hvort það brotnaði.

Hákon kom auga á þetta og spurði Guðna hvort þetta væri öruggt. Svaraði hann því að svo væri alls ekki og að rétt sé að hafa áhyggjur af slíkri hegðun. Yfirvöld óttist að einhver gæti slasast.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Bannað er að ganga á hrauninu vegna þess að efsta lagið getur hæglega brotnað ef stigið er á það, með tilheyrandi hættu.

mbl.is