Gengu á hrauninu með ungbarn á bakinu

Parið gekk á hrauninu og sankaði að sér steinum.
Parið gekk á hrauninu og sankaði að sér steinum. Ljósmynd/Jón Axel Ólafsson

Ungt par sást gangandi ofan á Fagradalshrauni með ungbarn á bakinu um helgina. Sjónarvottur sagði parið hafa verið frá Bandaríkjunum og látið sér fátt um finnast þó þau hafi verið vöruð við því hve hættulegt athæfið væri. 

Síendurtekið varað við því að stíga á hraunið

Lögreglan á Suðurnesjum og björgunarsveitir á svæðinu hafa ítrekað varað við því að ganga á hrauninu þar sem það er lífshættulegt. Rauðglóandi hraun kunni að leynast undir þunnu lagi storknaðs hrauns.

„Ekki þarf að fjöl­yrða um hversu hættu­legt at­hæfi þetta er. Al­gjör­lega er óvíst hvort ný­storknað yf­ir­borð hrauns haldi og und­ir því get­ur verið rauðgló­andi kvika. Þá er rétt að benda á að fólk er með þessu að setja björg­un­araðila í al­gjör­lega von­lausa stöðu fari hlut­irn­ir á versta veg,“ sagði Lögreglan á Suðurnesjum í færslu um hraungöngu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert