Rússar skipta aftur um mann í brúnni

Úkraína | 11. janúar 2023

Rússar skipta aftur um mann í brúnni

Rússar hafa aftur skipt um æðsta herforingja sinn í Úkraínu.

Rússar skipta aftur um mann í brúnni

Úkraína | 11. janúar 2023

Vladimír Pútin, forseti Rússlands, og Valerí Gerasimov, nýr æðsti herforingi …
Vladimír Pútin, forseti Rússlands, og Valerí Gerasimov, nýr æðsti herforingi Rússa í Úkraínustríðinu. AFP

Rússar hafa aftur skipt um æðsta herforingja sinn í Úkraínu.

Rússar hafa aftur skipt um æðsta herforingja sinn í Úkraínu.

Herforinginn Valerí Gerasimov tekur við stöðunni og mun stjórna aðgerðum hersins í Úkraínu, að því er segir í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Rússlands.

Sergei Surovikin, sem hefur gegnt stöðunni síðstu þrjá mánuði mun vinna undir Gerasimov ásamt tveimur öðrum hershöfðingjum, þeim Oleg Salíukov og Alexei Kim.

„Aukin áhersla á forystu sérstöku aðgerðarinnar er vegna auknu umfangi verkefnanna sem liggja fyrir og þarfarinnar til þess að skipuleggja betur samskipti hermanna,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is