„Einhver hárgreiðslumaður sem var brjálaður“

Dagmál | 12. janúar 2023

„Það var einhver hárgreiðslumaður sem var brjálaður“

Jón Mýrdal, veitingamaður á Kastrup kveikti mjög í umræðunni í liðinni viku þegar hann hvatti veitingamenn til þess að hækka verð. Hann segir að mikil umræða hafi skapast í kringum þessa yfirlýsingu sem hann lét falla í fjölmiðlum en hann segir að viðbrögðin séu flest jákvæð. Fólk hafi skilning á stöðunni. Hins vegar hafi einhverjir látið í sér heyra á samfélagsmiðlum og ekki verið ánægðir.

„Það var einhver hárgreiðslumaður sem var brjálaður“

Dagmál | 12. janúar 2023

Jón Mýrdal, veitingamaður á Kastrup kveikti mjög í umræðunni í liðinni viku þegar hann hvatti veitingamenn til þess að hækka verð. Hann segir að mikil umræða hafi skapast í kringum þessa yfirlýsingu sem hann lét falla í fjölmiðlum en hann segir að viðbrögðin séu flest jákvæð. Fólk hafi skilning á stöðunni. Hins vegar hafi einhverjir látið í sér heyra á samfélagsmiðlum og ekki verið ánægðir.

Jón Mýrdal, veitingamaður á Kastrup kveikti mjög í umræðunni í liðinni viku þegar hann hvatti veitingamenn til þess að hækka verð. Hann segir að mikil umræða hafi skapast í kringum þessa yfirlýsingu sem hann lét falla í fjölmiðlum en hann segir að viðbrögðin séu flest jákvæð. Fólk hafi skilning á stöðunni. Hins vegar hafi einhverjir látið í sér heyra á samfélagsmiðlum og ekki verið ánægðir.

„Það kom enginn að máli við mig. Það var dálítið fyndið. Bara til þess að taka sem dæmi þá var einhver hárgreiðslumaður sem var brjálaður. Ég held að það kosti dóttur mína 20 þúsund kall að fara í klippingu. Í klippingu! Það kostaði ekki 20 þúsund kall fyrir 5 árum. Þannig að víða er þetta búið að hækka gríðarlega. Fólk verður að líta sér nær. Það er allt að hækka.“

Jón er gestur Dagmála í afar hressilegum þætti ásamt Ólafi Erni Ólafssyni, veitingamanni á Brút og Vínstúkunni Tíu sopar.

Viðtalið í heild má sjá og heyra hér:

mbl.is