Veitingastaðir virðast vera að gefa peninga

Ólafur Örn Ólafsson og Jón Mýrdal eru gestir Dagmála á …
Ólafur Örn Ólafsson og Jón Mýrdal eru gestir Dagmála á mbl.is í dag. Kristófer Liljar

„Við erum ekki að borga með matnum okkar eins og sumir gera. Mér finnst alveg ótrúlegt að það eru staðir sem eru að bjóða upp á fisk á 1.500. Ef fólk færi bara í fiskbúð og keypti fiskflak þá næði það ekki þessu verði. Ég skil ekki hvernig veitingastaður með þjóna og leigu og laun getur boðið upp á fisk á 1.500. Það er óskiljanlegt.“

Þetta segir Jón Mýrdal, veitingamaður á Kastrup við Hverfisgötu en hann hefur hvatt veitingamenn til þess að hækka verð í þeirri dýrtíð sem skellur á þeim um þessar mundir. Hann er gestur Dagmála, sem sýndur er á mbl.is í dag, ásamt Ólafi Erni Ólafssyni, veitingamanni á Brút og Vínstúkunni Tíu sopum.

„Menn vilja bara gefa peningana sína sem ég hélt að væri ekki einu sinni nóg til af,“ bætir Jón við.

Ólafur Örn tekur undir það með Jóni að verðlagningin komi á óvart.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK