Þriðja og síðasta þáttaröð norsku sjónvarpsþáttanna Útrás (Exit) fer í loftið á norska ríkissjónvarpinu NRK 2. mars næstkomandi. Gísli Örn Garðarsson er einn af leikstjórum þáttanna. NRK greinir frá.
Þriðja og síðasta þáttaröð norsku sjónvarpsþáttanna Útrás (Exit) fer í loftið á norska ríkissjónvarpinu NRK 2. mars næstkomandi. Gísli Örn Garðarsson er einn af leikstjórum þáttanna. NRK greinir frá.
Alls eru átta þættir í þáttaröðinni. Þrír þættir fara í loftið á NRK 2. mars og þrír þættir fara í loftið 9. mars. Síðustu tveir þættirnir fara svo í loftið 16. mars. Sýning Útrásar hefst 9. mars á RÚV og verða þættirnir sýndir á fimmtudagskvöldum.
Þættirnir nutu mikilla vinsælda hér á landi þegar þeir voru fyrst sýndir en þeir fjalla um fjóra félaga sem lifa og hrærast í norsku viðskiptalífi.
Þættirnir eru vinsælustu dramaþættir Noregs og horfðu að meðaltali 2,1 milljón á fyrstu seríuna og 2 milljónir á aðra seríuna. Vinsældirnar ná út fyrir Noreg því þeir eru gríðarlega vinsælir á öllum Norðurlöndunum.
Í þriðju seríu sjá fjórmenningarnir sér leik á borði að í grænum fjárfestingum. Orkukrísa skellur á Evrópu og skipta þarf um takt. Peningarnir flæða þó sem aldrei fyrr.
Eins og kom fram þegar fyrstu tvær þáttaraðirnar fóru í loftið er handritið byggt á sögum frá norskum viðskiptamönnum og segir Øystein Karlsen, höfundur þáttanna, þá vera um 70% byggða á raunveruleikanum.