Klæðist eins og auðmenn og fylgifiskar þeirra

Fatastíllinn | 6. febrúar 2020

Klæðist eins og auðmenn og fylgifiskar þeirra

Það er ekki talað um annað á kaffistofum landsins en norsku sjónvarpsþáttaröðina Exit, eða Útrás eins og hún kallast á íslensku í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Þættirnir þykja sjokkerandi því þeir sýna heim sem venjulegur borgari er ekki hluti af. 

Klæðist eins og auðmenn og fylgifiskar þeirra

Fatastíllinn | 6. febrúar 2020

Það er ekki talað um annað á kaffistofum landsins en norsku sjónvarpsþáttaröðina Exit, eða Útrás eins og hún kallast á íslensku í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Þættirnir þykja sjokkerandi því þeir sýna heim sem venjulegur borgari er ekki hluti af. 

Það er ekki talað um annað á kaffistofum landsins en norsku sjónvarpsþáttaröðina Exit, eða Útrás eins og hún kallast á íslensku í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Þættirnir þykja sjokkerandi því þeir sýna heim sem venjulegur borgari er ekki hluti af. 

Hermine er eiginkona Adam. Hún hætti í sálfræðinámi þegar hún …
Hermine er eiginkona Adam. Hún hætti í sálfræðinámi þegar hún kynntist honum.

Sjónvarpsþættirnir fjalla um norska auðmenn sem haga sér eins og enginn sé morgundagurinn. Á daginn moka þeir inn peningum og svífast einskis til þess að græða sem mest en á kvöldin breytast þeir í partídýr. Partídýrin skemmta sér aðallega í sérstakri íbúð sem þeir eiga í sameiningu en þar geta þeir djammað í friði án þess að eiginkonur og börn séu að eyðileggja fyrir þeim stemninguna.

Þeim dugar þó ekki að njóta félagsskapar hver annars heldur kaupa þeir félagsskap kvenna sem selja blíðu sína. Konurnar sem þeir girnast eru með risastórar varir og risastór brjóst og sjást ekki mikið klæddar í þáttunum.

Hermine og hinar eiginkonurnar í Exit eru alltaf með dýrindisskartgripi.
Hermine og hinar eiginkonurnar í Exit eru alltaf með dýrindisskartgripi.
Kjóll frá Roksanda passar inn í fatastíl eiginkvennanna í Exit.
Kjóll frá Roksanda passar inn í fatastíl eiginkvennanna í Exit.
Prada-skór sem eru svolítið Chanel-legir er eitthvað sem eiginkonurnar í …
Prada-skór sem eru svolítið Chanel-legir er eitthvað sem eiginkonurnar í Exit myndu ekki fúlsa við.
Stórir eyrnalokkar úr gimsteinum eru áberandi í þáttunum.
Stórir eyrnalokkar úr gimsteinum eru áberandi í þáttunum.

Á meðan á þessu skemmtanahaldi stendur lifa eiginkonur og börn í eigin heimi. Líf þessara kvenna er við fyrstu sýn nánast fullkomið ef fullkomnunin er mæld út frá hégóma. Allar búa þessar konur við kjöraðstæður ef kjöraðstæður eru mældar út frá fjármunum. Ekki verður þverfótað fyrir fallegri hönnun eftir helstu meistara samtímans og er ekkert í umhverfi þessara kvenna sem truflar fegurðarskyn sem búið er að forrita eftir viðurkenndum fegrunarstöðlum.

Útlit eiginkvennanna er óaðfinnanlegt án þess að vera sérstaklega frumlegt. Hárið er vandlega blásið og er með hæfilegri lyftingu og til að augnsvæðið virki stærra og opnara eru þær með vandlega ásett gerviaugnhár. Létt áferð af brúnkukremi er heldur ekki langt undan. Fataskápar eiginkvennanna eru fullir af fínum fötum úr silki og satíni og inn á milli glittir í flíkur í anda Coco Chanel. Þessar drottningar fara ekki út úr húsi án þess að vera skreyttar demöntum og eðalsteinum. Og allar eiga það sameiginlegt að eiga fínirístöskur fyrir hvert tilefni.

Hér er eiginkona William að bjarga honum enda ekki búin …
Hér er eiginkona William að bjarga honum enda ekki búin að fara á meðvirknisnámskeið.
Henrik, Jeppe, Adam og William prúðbúnir í brúðkaupi þess fyrstnefnda.
Henrik, Jeppe, Adam og William prúðbúnir í brúðkaupi þess fyrstnefnda.
Hér er William rétt áður en allt fór í þrot …
Hér er William rétt áður en allt fór í þrot hjá honum.

Klæðaburður auðmannanna samanstendur af vel sniðnum buxum og jökkum, hæfilega þröngum skyrtum í ljósbláum tónum. Þegar vel liggur á þeim klæðast þeir hvítum buxum og eru berfættir í mokkasínum frá dýrum tískuhúsum. Ekki má gleyma vönduðum og góðum sólgleraugum enda eru þau hið mesta þarfaþing þegar kókaín og kampavín hefur verið tekið inn í of miklu magni í of marga daga í röð. Það er nefnilega erfitt að fela langtímaáhrif slíkrar neyslu eins og sést svo glögglega í þessum þáttum þegar allt fer úr böndunum.

Í þáttunum er borið á borð líf í fullkomnum umbúðum en algerlega án innihalds heilbrigðra gilda, tilfinninga og annars sem gerir líf allra annarra en siðblindra manna þess virði að lifa því.

Hægt er að sjá fyrstu seríuna í sarpi RÚV undir flokknum norrænt efni.

Fyrir þá sem eru búnir að horfa á fyrstu seríu af Exit má koma því á framfæri að búið er að mynda seríu tvö og verður hún sýnd á þessu ári.

Adam klæðist oft ljósbláum skyrtum með hæfilegri hreyfivídd.
Adam klæðist oft ljósbláum skyrtum með hæfilegri hreyfivídd.
Móðir Hermine er hrifin af fatnaði í Chanel-stíl.
Móðir Hermine er hrifin af fatnaði í Chanel-stíl.
Dökkblá smóking-jakkaföt eru vinsæl í Exit.
Dökkblá smóking-jakkaföt eru vinsæl í Exit.
Ljósbláar skyrtur eru áberandi í fataskápum aðlpersóna í Exit.
Ljósbláar skyrtur eru áberandi í fataskápum aðlpersóna í Exit.
AirPods, ljósblár jakki og röndótt skyrta í sama lit.
AirPods, ljósblár jakki og röndótt skyrta í sama lit.
Adam í hæfilega þröngum buxum og vesti við ljósbláu skyrtuna …
Adam í hæfilega þröngum buxum og vesti við ljósbláu skyrtuna og Gucci-skóna.
Hermine er alltaf með rétt magn af brúnkukremi og með …
Hermine er alltaf með rétt magn af brúnkukremi og með gerviaugnhár.
Hér leggur Hermine á ráðin. Hún er ekki eins saklaus …
Hér leggur Hermine á ráðin. Hún er ekki eins saklaus og áhorfandinn gæti haldið í fyrstu.
mbl.is