Rússnesk skip búin kjarnavopnum á Eystrasalti

Úkraína | 15. febrúar 2023

Rússnesk skip búin kjarnavopnum á Eystrasalti

Rússnesk herskip búin kjarnavopnum eru tekin að sjást á Eystrasalti eftir því sem norska leyniþjónustan greinir frá í ársskýrslu sinni Fokus 2023 en leyniþjónustan gefur skýrsluna út á fyrsta fjórðungi hvers árs og tíundar þar meðal annars hugsanlegar ógnir gagnvart Noregi.

Rússnesk skip búin kjarnavopnum á Eystrasalti

Úkraína | 15. febrúar 2023

Rússneskt herskip af gerðinni Kirov á siglingu, myndin er frá …
Rússneskt herskip af gerðinni Kirov á siglingu, myndin er frá árinu 2015 og hefur ekki beina tengingu við það sem hér er til umfjöllunar. Ljósmynd/Norski herinn

Rússnesk herskip búin kjarnavopnum eru tekin að sjást á Eystrasalti eftir því sem norska leyniþjónustan greinir frá í ársskýrslu sinni Fokus 2023 en leyniþjónustan gefur skýrsluna út á fyrsta fjórðungi hvers árs og tíundar þar meðal annars hugsanlegar ógnir gagnvart Noregi.

Rússnesk herskip búin kjarnavopnum eru tekin að sjást á Eystrasalti eftir því sem norska leyniþjónustan greinir frá í ársskýrslu sinni Fokus 2023 en leyniþjónustan gefur skýrsluna út á fyrsta fjórðungi hvers árs og tíundar þar meðal annars hugsanlegar ógnir gagnvart Noregi.

„Kjarnorkuvopn falla undir sérstaklega alvarlega ógn,“ segir í skýrslunni þar sem greint er frá þessum skipaferðum og því enn fremur slegið fram að þetta sé í fyrsta skipti í 30 ár sem rússnesk herför, önnur en kafbátar, búin kjarnavopnum séu á siglingu. Slíkt hafi ekki sést síðan í kalda stríðinu.

Geti þróast yfir í umfangsmeiri átök

„Lykilhluti kjarnorkuvopnabúrs Rússa er um borð í kafbátum og yfirborðsskipum Norðurflotans,“ segir enn fremur í skýrslunni. Kjarnorkuvopn Rússa, ásamt kafbátum þeirra, vopnum sem grandað geta gervihnöttum og getu Rússa til netárása, skapi að mati skýrsluhöfunda alvarlega ógn gagnvart ýmsum aðgerðum sem ríki Atlantshafsbandalagsins gætu verið þátttakendur í.

Ekki sé hægt að útiloka þá atburðarás að stríðið, sem nú er bundið við úkraínskt landsvæði, geti þróast yfir í stórfelldari átök sem Bandaríkin, NATO-ríkin, og þar með Noregur, gætu dregist inn í.

Niðurstaða leyniþjónustunnar í Fokus-skýrslunni er að svo lengi sem Rússar viðhaldi, uppfæri og þrói kjarnavopn sín sé engrar breytingar á kjarnorkustefnu rússneskra stjórnvalda að vænta næstu árin.

Forsvarets Forum

Nettavisen

Politico

Skýrslan Fokus 2023

mbl.is