Vilja heimild til að landa fjórðungi utan heimilda

Grásleppuveiðar | 16. mars 2023

Vilja heimild til að landa fjórðungi utan heimilda

Landssamband smábátaeigenda (LS) leggur til að heimilt verði að skrá allt að 25% af afla á grásleppuveiðum sem VS-afla til að mæta skorti á veiðiheimildum í öðrum tegundum hjá þeim sem gera út á grásleppu.

Vilja heimild til að landa fjórðungi utan heimilda

Grásleppuveiðar | 16. mars 2023

Löndun grásleppu úr Garðari ÞH á Þórshöfn.
Löndun grásleppu úr Garðari ÞH á Þórshöfn. mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Landssamband smábátaeigenda (LS) leggur til að heimilt verði að skrá allt að 25% af afla á grásleppuveiðum sem VS-afla til að mæta skorti á veiðiheimildum í öðrum tegundum hjá þeim sem gera út á grásleppu.

Landssamband smábátaeigenda (LS) leggur til að heimilt verði að skrá allt að 25% af afla á grásleppuveiðum sem VS-afla til að mæta skorti á veiðiheimildum í öðrum tegundum hjá þeim sem gera út á grásleppu.

Þetta kemur fram í umsögn LS við frumvarp Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um afnám tegundatilfærslna í deilistofnum botnfisks.

Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða og gildandi reglugerð um fiskveiðar í atvinnuskyni er skipstjóra heimilt að ákveða að 5% af lönduðum afla innan fiskveiðiársins í botnfisktegundum sé utan aflaheimilda. Tilgangurinn með þessu er að hvetja áhafnir til þess að landa öllum afla og draga úr brottkasti.

Óvenju mikill þorskur

„Við grásleppuveiðar hefur það gjarnan átt sér stað að óvenju mikill þorskur er á veiðislóð eða kemur skyndilega á slóðina. Afleiðingar þess er að hann veiðist þá í meira mæli en æskilegt er,“ segir í umsögn LS.

Biður sambandið um að heimilt verði að skilgreina 25% af afla grásleppubáta sem VS-afla. „Þannig væri hægt að mæta þessu vandamáli og opna hefðbundnum grásleppubátum leið til að taka þátt í vertíðinni, en margir þeirra eru án veiðiheimilda í þorski og þrátt fyrir að hafa reynt að fá leigt hefur það ekki borið tilætlaðan árangur.“

mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Um VS-afla ríkja strangar reglur sem gerir áhöfn skylt að halda þessum afla aðskildum frá öðrum afla og landa sérstaklega. Aflinn er svo seldur á viðurkenndum uppboðsmarkaði og fer 20% af andvirði aflans til útgerðar skipsins til að greiða áhöfn laun en 80% í ríkissjóð að frádregnum hafnargjöldum og kostnaði við uppboðið.

Frumvarpið er nú hjá atvinnuveganefnd Alþingis, en ekki er gert ráð fyrir að það fáist afgreitt fyrir upphaf grásleppuvertíðarinnar sem hefst 20. mars næstkomandi.

mbl.is