Heimilt að gera hlé og geyma veiðidaga

Grásleppuveiðar | 6. mars 2024

Heimilt að gera hlé og geyma veiðidaga

Grásleppubátar sem hefja veiðar á tímabilinu 1. til 20. mars mega gera hlé á veiðum og geyma veiðidaga sína þar til hefðbundið veiðitímabil tekur við eftir 20. mars. Hefjast þá samfelldir veiðidagar að frádregnum þeim dögum sem þegar hafa verið notaðir.

Heimilt að gera hlé og geyma veiðidaga

Grásleppuveiðar | 6. mars 2024

Grásleppusjómönnum er heimilt að gera hlé og geyma veiðidaga fram …
Grásleppusjómönnum er heimilt að gera hlé og geyma veiðidaga fram yfir 20. mars. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grásleppubátar sem hefja veiðar á tímabilinu 1. til 20. mars mega gera hlé á veiðum og geyma veiðidaga sína þar til hefðbundið veiðitímabil tekur við eftir 20. mars. Hefjast þá samfelldir veiðidagar að frádregnum þeim dögum sem þegar hafa verið notaðir.

Grásleppubátar sem hefja veiðar á tímabilinu 1. til 20. mars mega gera hlé á veiðum og geyma veiðidaga sína þar til hefðbundið veiðitímabil tekur við eftir 20. mars. Hefjast þá samfelldir veiðidagar að frádregnum þeim dögum sem þegar hafa verið notaðir.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Fiskistofu.

„Þeir aðilar sem ætla að nýta sér heimildina tilkynna hléið ásamt staðfestingu á að öll net hafi verið dregin upp,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar.

Í lok febrúar var tilkynnt um að ný reglugerð hefði verið sett um grásleppuveiðar og að veiðitímabilinu yrði flýtt frá 20. mars til 1. mars. Er veiði á þessu tímabili háð ýmsum nýjum reglum um tilhögun veiða og felur reglugerðin í sér m.a. fyrrnefnda heimild til að gera hlé á veiðum.

mbl.is