Aðeins 12 bátar á veiðum en 800 tonn eftir

Grásleppuveiðar | 19. júlí 2023

Aðeins 12 bátar á veiðum en 800 tonn eftir

Aðeins 12 bátar eru enn á grásleppuveiðum, en eftir á að veiða um 801 tonn. Illa hefur gengið hjá mörgum að ná afla á vertíðinni og hefur matvælaráðuneytið í þrígang lengt veiðitímabilið sem átti að ljúka 30. júní síðastliðinn.

Aðeins 12 bátar á veiðum en 800 tonn eftir

Grásleppuveiðar | 19. júlí 2023

Grásleppubáturinn Neisti fyrr á vertíðinni. Alls hafa 151 bátar hætt …
Grásleppubáturinn Neisti fyrr á vertíðinni. Alls hafa 151 bátar hætt veiðum. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Aðeins 12 bátar eru enn á grásleppuveiðum, en eftir á að veiða um 801 tonn. Illa hefur gengið hjá mörgum að ná afla á vertíðinni og hefur matvælaráðuneytið í þrígang lengt veiðitímabilið sem átti að ljúka 30. júní síðastliðinn.

Aðeins 12 bátar eru enn á grásleppuveiðum, en eftir á að veiða um 801 tonn. Illa hefur gengið hjá mörgum að ná afla á vertíðinni og hefur matvælaráðuneytið í þrígang lengt veiðitímabilið sem átti að ljúka 30. júní síðastliðinn.

Gert er ráð fyrir að veiðitímabilinu ljúki 12. ágúst, en samkvæmt breytingu á reglugerð um hrognkelsaveiðar sem birt var í stjórnartíðindum 14. júlí síðastliðinn verður heimilt að stunda grásleppuveiðar til 31. ágúst í Breiðafirði. Þegar veiðar hófust 20. mars var gert ráð fyrir 25 veiðidögum, en þeim var svo fjölgað í 35 og síðan í 45.

Í samantekt Landssambands smábátaeigenda (LS) kemur fram að þau 3.610 tonn sem nú hafa fengist hafa náðst í 2.295 löndunum en á síðasta ári náðust 4.121 tonn í 1.982 löndunum á tímabilinu 20. mars til 17. júlí. Meðalafli í löndun er því nú aðeins 1,57 tonn en var 2,08 tonn.

Þá hefur afurðaverð hækkað um 42% frá síðasta ári og er nú um 216 krónur á kíló. Aflaverðmætið sé því nú um 781 milljón króna en var 630 milljónir á síðasta ári.

Aflinn er mun verðmætari í ár en í fyrra.
Aflinn er mun verðmætari í ár en í fyrra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorskurinn þvælist fyrir

Þorskkvótinn er búinn hjá flestum og því vandamál að þorskurinn fæst í töluverðum mæli á veiðunum. Hafa fengist 514 tonn af þorski í grásleppunetin það sem af er vertíð en í fyrra fengust aðeins 373 tonn. Nánast ógerlegt hefur verið að fá þorskkvóta á leigu og því vonlaust fyrir marga að stunda veiðarnar.

Af þeim 163 bátum sem hófu grásleppuveiðar hefur 151 hætt veiðum og hafa 12 bátar færi á þeim afla sem út af stendur, en ólíklegt er að þeir nái öllum þeim afla. Jafnframt er líklegt að þorskgengd geti gert það að verkum að einhverjir kunni að þurfa að hætta.

mbl.is