Segir bandalag Kína og Rússlands hættulegt

Úkraína | 22. mars 2023

Segir bandalag Kína og Rússlands hættulegt

Mateuz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, segir bandalag Kínverja og Rússa vera hættulegt og vísar þar í þriggja daga heimsókn Xi Jinping, forseta Kína, til Rússlands.

Segir bandalag Kína og Rússlands hættulegt

Úkraína | 22. mars 2023

Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, (til vinstri) ásamt Mateusz Morawiecki í …
Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, (til vinstri) ásamt Mateusz Morawiecki í morgun. AFP/Wojtek Radwanski

Mateuz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, segir bandalag Kínverja og Rússa vera hættulegt og vísar þar í þriggja daga heimsókn Xi Jinping, forseta Kína, til Rússlands.

Mateuz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, segir bandalag Kínverja og Rússa vera hættulegt og vísar þar í þriggja daga heimsókn Xi Jinping, forseta Kína, til Rússlands.

„Heimsókn kínverska forsetans til Moskvu [höfuðborgar Rússlands] veldur okkur áhyggjum. Þetta bandalag Kína og Moskvu er hættulegt,“ sagði Morawiecki eftir að hafa tekið á móti Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, í Varsjá, höfuðborg Póllands.

Xi yfirgaf Rússland í morgun eftir að hafa fundað með Vladimír Pútín Rússlandsforseta, sem sagði „nýtt tímabil“ vera hafið í samskiptum landanna og vildi láta líta út fyrir samstöðu þeirra gegn Vesturlöndum.

Pútín kveður Xi Jinping eftir fund þeirra í gær.
Pútín kveður Xi Jinping eftir fund þeirra í gær. AFP/Grigory Sysoyev

Pútín og Xi ræddu stríðið í Úkraínu. Svo virðist þó sem viðræðum þeirra hafi lokið án afgerandi ákvörðunar um leiðir til að binda enda á bardagana.

Pútín fagnaði skýrslu kínverskra stjórnvalda um stríðið, þar sem meðal annars er óskað eftir samtali og að allar þjóðir virði landsvæði fullvalda ríkja.

Pólverjar, sem eru á meðal nánustu samherja Úkraínumanna, hafa miklar áhyggjur af auknu samstarfi Kína og Rússlands.

„Við erum að reyna að sannfæra Kína um að styðja ekki Rússa þegar kemur að grimmri,  alþjóðlegri stefnu þeirra,“ sagði Morawiecki.

mbl.is