Reka ætti sendiherrann burt

Rússland | 27. mars 2023

Reka ætti sendiherrann burt

Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, telur að tími sé kominn til þess að reka sendiherra Rússlands úr landi. Hann gerir sér þó ekki vonir um að af því verði. Hann telur ekki útilokað að brottrekstur sendiherrans myndi skapa vandræði fyrir Íslendinga í Rússlandi.

Reka ætti sendiherrann burt

Rússland | 27. mars 2023

Míkhaíl Noskov, sendiherra Rússlands.
Míkhaíl Noskov, sendiherra Rússlands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, telur að tími sé kominn til þess að reka sendiherra Rússlands úr landi. Hann gerir sér þó ekki vonir um að af því verði. Hann telur ekki útilokað að brottrekstur sendiherrans myndi skapa vandræði fyrir Íslendinga í Rússlandi.

Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, telur að tími sé kominn til þess að reka sendiherra Rússlands úr landi. Hann gerir sér þó ekki vonir um að af því verði. Hann telur ekki útilokað að brottrekstur sendiherrans myndi skapa vandræði fyrir Íslendinga í Rússlandi.

Björn telur ekki ríkja gagnkvæmi í samskiptum ríkjanna og að íslenski sendiherrann í Moskvu hafi ekki sama svigrúm til tjáningar og rússneski sendiherrann. Björn segir þann rússneska oftar en einu sinni hafa talað niðrandi um íslenska ráðamenn og íslenskan almenning. Sendiherrann hafi sagt eftir leiðtogafund NATO árið 2008 að ekki mætti móðga Vladimír Pútín Rússlandsforseta þegar Geir Haarde, þáverandi forsætisráðherra, gerði athugasemdir við ferðir rússneskra herflugvéla um íslenska lofthelgi.

Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra.
Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- og kirkjumálaráðherra. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson

Þá segir Björn að rússneski sendiherrann hafi látið sem svo að rússneska sendiráðið hafi sætt óvægnu áreiti frá almenningi eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst.

NATO hefur fordæmt orðræðu Rússa eftir að Pútín tilkynnti á laugardaginn að hann ætli sér að láta flytja kjarnavopn vestur yfir landamærin til Hvíta-Rússlands. Bandalagið hefur sagt þessa aðgerð ekki leiða til breytinga á eigin kjarnavopnastefnu.

Úkraínumenn hafa óskað eftir neyðarfundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna til að ræða hugsanlega ógn af yfirlýsingu Pútíns. 

 Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is