Leggur til 20% landsbyggðarálag

Alþingi | 14. apríl 2023

Leggur til 20% landsbyggðarálag

Menningar- og viðskiptaráðuneytið leggur til að nýju ákvæði verði bætt inn í kafla fjölmiðlalaga sem fjallar um styrki til einkarekinna fjölmiðla, sem mæli fyrir um að staðbundnir miðlar hljóti a.m.k. 20% landsbyggðarálag ofan á þá fjárhæð sem þeir annars fengju úthlutaða.

Leggur til 20% landsbyggðarálag

Alþingi | 14. apríl 2023

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra.
Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Arnþór

Menningar- og viðskiptaráðuneytið leggur til að nýju ákvæði verði bætt inn í kafla fjölmiðlalaga sem fjallar um styrki til einkarekinna fjölmiðla, sem mæli fyrir um að staðbundnir miðlar hljóti a.m.k. 20% landsbyggðarálag ofan á þá fjárhæð sem þeir annars fengju úthlutaða.

Menningar- og viðskiptaráðuneytið leggur til að nýju ákvæði verði bætt inn í kafla fjölmiðlalaga sem fjallar um styrki til einkarekinna fjölmiðla, sem mæli fyrir um að staðbundnir miðlar hljóti a.m.k. 20% landsbyggðarálag ofan á þá fjárhæð sem þeir annars fengju úthlutaða.

Þetta kemur fram á minnisblaði ráðuneytisins til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis vegna fjölmiðlafrumvarpsins, sem nefndin hefur til umfjöllunar.

Rifjar ráðuneytið upp að meirihluti fjárlaganefndar hafi samþykkt í desember að veita tímabundið 100 milljóna kr. framlag til reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.

Í framhaldi af mikilli umræðu var því beint til ráðuneytisins að endurskoða reglurnar svo aukið tillit verði tekið til framleiðslu efnis fyrir sjónvarp á landsbyggðinni.

Ráðuneytið bendir á að hingað til hafi enginn fjölmiðill sem miðli efni í sjónvarp fallið undir skilgreininguna á staðbundnum fjölmiðli í skilningi laga um styrkveitingar til staðbundinna fjölmiðla. Forsendubrestur standi því í vegi fyrir því.

Þess í stað leggur ráðuneytið til fyrrnefnda leið um 20% landsbyggðarálag og vísar til fordæma á Norðurlöndunum um að hærra hlutfall renni til staðbundinna fjölmiðla til að styrkja þá en til almennra miðla.

„Í framkvæmd yrði það þannig að 100 [milljónir kr.] renna í almenna styrki til einkarekinna fjölmiðla, heildarupphæð styrkja yrði því í kringum 480 milljónir í stað 380 milljóna. Í þeim kafla fjölmiðlalaga er fjallar um styrki til einkarekinna fjölmiðla kæmi nýtt ákvæði sem mælir fyrir um að staðbundnir miðlar hljóti a.m.k. 20% landsbyggðarálag ofan á þá fjárhæð sem þeir annars fengju úthlutaða. Það sem eftir stendur af 100 [millj. kr.] hverju sinni renni síðan til almennu miðlanna.“ 

mbl.is