Þingstörf hefjast að nýju í dag

Alþingi | 17. apríl 2023

Þingstörf hefjast að nýju í dag

Alþingismenn koma saman til þingstarfa í dag, mánudaginn 17. apríl, eftir páskahlé. Það hefur staðið yfir frá 31. mars.

Þingstörf hefjast að nýju í dag

Alþingi | 17. apríl 2023

Nú eru átta vikur eftir af 153. löggjafarþinginu.
Nú eru átta vikur eftir af 153. löggjafarþinginu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alþingismenn koma saman til þingstarfa í dag, mánudaginn 17. apríl, eftir páskahlé. Það hefur staðið yfir frá 31. mars.

Alþingismenn koma saman til þingstarfa í dag, mánudaginn 17. apríl, eftir páskahlé. Það hefur staðið yfir frá 31. mars.

Nú eru átta vikur eftir af 153. löggjafarþinginu en samkvæmt starfsáætlun verður þinginu frestað föstudaginn 9. júní.

Þingfundur hefst í dag, mánudag, klukkan 15. Í upphafi fundarins verður minnst látins fyrrverandi alþingismanns, Sigurlaugar Bjarnadóttur frá Vigur. Síðan verður óundirbúinn fyrirspurnatími til ráðherra. Því næst fer fram kosning níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins.

Loks verður á dagskránni framhald fyrri umræðu um fjármálaáætlun fyrir árin 2024–2028, þingsályktunartillögu fjármála- og efnahagsráðherra. 

mbl.is