Hvernig kampavín áttu að velja?

Daglegt líf | 25. apríl 2023

Hvernig kampavín áttu að velja?

„Aðeins þeir sem skortir ímyndunarafl, geta ekki fundið tækifæri á að drekka kampavín” – þessi fleygu orð sagði Oscar Wilde og hafði svo sannarlega rétt fyrir sér.

Hvernig kampavín áttu að velja?

Daglegt líf | 25. apríl 2023

mbl.is/Colourbox

„Aðeins þeir sem skortir ímyndunarafl, geta ekki fundið tækifæri á að drekka kampavín” – þessi fleygu orð sagði Oscar Wilde og hafði svo sannarlega rétt fyrir sér.

„Aðeins þeir sem skortir ímyndunarafl, geta ekki fundið tækifæri á að drekka kampavín” – þessi fleygu orð sagði Oscar Wilde og hafði svo sannarlega rétt fyrir sér.

Það er hefð fyrir því að drekka kampavín við hátíðleg tilefni eins og stórafmæli, brúðkaup og þess háttar. En við þurfum ekki alltaf sérstakt tilefni til að njóta flauelmjúka vínsins - því kampavín hentar með flest öllum mat.

Kampavín í aðalrétt
Ef þú ætlar að matreiða rétt sem passar vel með kampavíni, þá snýst það um að finna rétt jafnvægi á milli þess súra og salta, og bragðnótur kampavínsins. Vínið hentar til dæmis vel með tælenskum mat ef þú heldur aðeins aftur að þér í sterku kryddunum. Sítrusávextir eða sósur sem innihalda vínedik eru ekki hráefni sem þú ættir að leitast eftir, í staðinn skaltu velja mildari rétti - til dæmis sjávar- eða grænmetisrétti þar sem kampavínið getur lyft bragðlaukunum á flug.

Kampavín í eftirrétt
Láttu kampavínið eiga sig þegar kemur að desertinum, þar sem sætan í eftirréttinum getur stolið bragðinu í víninu.

  • Brut Nature - þurrasta vínið (ekki viðbættur sykur)
  • Extra Brut - mjög þurrt
  • Brut - þurrt
  • Extra Dry - hálf þurrt
  • Sec - örlítið sætt
  • Demi-SEC - hálf sætt
  • Doux - sætt
mbl.is