Borgin í sömu aðstæðum og 250 manna sveitarfélag

Borgin í sömu aðstæðum og 250 manna sveitarfélag

„Höfuðborg Íslands – í sömu aðstæðum og 250 manna sveitarfélag. Þetta er alveg svakalegt,“ sagði Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á borgarstjórnarfundi í dag og vísaði í bréf sem eft­ir­lits­nefnd með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga (EFS) sendi meðal annars til Reykjavíkurborgar. 

Borgin í sömu aðstæðum og 250 manna sveitarfélag

Fjárhagsörðugleikar Reykjavíkurborgar | 9. maí 2023

Árs­reikn­ing­ur borg­ar­inn­ar fyr­ir árið 2022 er til umræðu á fundi …
Árs­reikn­ing­ur borg­ar­inn­ar fyr­ir árið 2022 er til umræðu á fundi borgarstjórnar í dag. Samsett mynd

„Höfuðborg Íslands – í sömu aðstæðum og 250 manna sveitarfélag. Þetta er alveg svakalegt,“ sagði Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á borgarstjórnarfundi í dag og vísaði í bréf sem eft­ir­lits­nefnd með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga (EFS) sendi meðal annars til Reykjavíkurborgar. 

„Höfuðborg Íslands – í sömu aðstæðum og 250 manna sveitarfélag. Þetta er alveg svakalegt,“ sagði Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, á borgarstjórnarfundi í dag og vísaði í bréf sem eft­ir­lits­nefnd með fjár­mál­um sveit­ar­fé­laga (EFS) sendi meðal annars til Reykjavíkurborgar. 

Í bréfinu kemur fram að fjár­hags­áætl­un­ árs­ins 2023 upp­fylli ekk­ert af þrem­ur lág­marks­viðmiðum nefnd­ar­inn­ar um A-hluta rekstr­ar. Sex sveit­ar­fé­lög upp­fylla ekk­ert lágmarksviðmiðanna, en auk Reykjavíkur eru það Húnaþing vestra, Seltjarn­ar­nes­bær, Árborg, Skaga­strönd og Tálkna­fjarðar­hrepp­ur.

Verðum „í guðanna bænum að gera eitthvað

Ragnhildur talaði um gegndarlausa skuldasöfnun borgarinnar og sagði að borgarstjórn þyrfti „í guðanna bænum að gera eitthvað“.

Þá efaðist hún um áhuga almennings til að lána borginni peninga m.t.t. skuldabréfaútboðsins sem á að fara fram á morgun. 

Ragnhildur sagði að eitthvað yrði að gera til að koma í veg fyrir að borgin verði komin í greiðsluþrot fyrir árið 2024.

„Þessi hallarekstur er enn þá til staðar. Þessi skuldasöfnun er enn þá til staðar. Þú getur komið með allar skýringar í heiminum en þær gera þetta ekki marklaust,“ sagði hún. 

mbl.is