Ginkokteillinn innblásinn af ást fyrir Úkraínu

Eurovision | 9. maí 2023

Ginkokteillinn innblásinn af ást fyrir Úkraínu

Eftir fáeina daga mun Liverpool halda söngvakeppnina Eurovision fyrir hönd Úkraínu. Úrslitakvöldið fer fram á M&S Bank leikvanginum laugardaginn 13. maí en undanúrslitin fara fram núna í kvöld, þriðjudag 9.maí og seinni hlutinn á fimmtudaginn 11. maí.

Ginkokteillinn innblásinn af ást fyrir Úkraínu

Eurovision | 9. maí 2023

Fallegur Odesa Blossom ginkokteilinn sameinar angan af blómum, ljúfu bragði …
Fallegur Odesa Blossom ginkokteilinn sameinar angan af blómum, ljúfu bragði og örvandi ilm frá Liverpool og laðar að augað. Ljósmynd/Samsett

Eftir fáeina daga mun Liverpool halda söngvakeppnina Eurovision fyrir hönd Úkraínu. Úrslitakvöldið fer fram á M&S Bank leikvanginum laugardaginn 13. maí en undanúrslitin fara fram núna í kvöld, þriðjudag 9.maí og seinni hlutinn á fimmtudaginn 11. maí.

Eftir fáeina daga mun Liverpool halda söngvakeppnina Eurovision fyrir hönd Úkraínu. Úrslitakvöldið fer fram á M&S Bank leikvanginum laugardaginn 13. maí en undanúrslitin fara fram núna í kvöld, þriðjudag 9.maí og seinni hlutinn á fimmtudaginn 11. maí.

Fótbolti og tónlist er það sem Liverpool er þekkt fyrir um allan heim, það er Bítlarnir og knattspyrnufélagið Liverpool svo dæmi séu tekin. Hægt er að fullyrða að engin önnur borg í Bretlandi setur upp stórviðburði jafn glæsilega og borgin Liverpool og kunna Liverpool-búar svo sannarlega að halda uppi stemningu.

Kokteill söngvakeppninni til heiðurs

Veitingastaðir og öldurhús í borginni hafa því unnið markvisst að því að undirbúa sig vel fyrir þessa stærstu söngvakeppni heims og hafa margir þessara staða valið að vera með kokteil á vínseðlinum sem er söngvakeppninni til heiðurs.

Veitingastaðurinn Fazenda Rodizio Bar & Grill er til að mynda einn af þessum stöðum sem hefur valið að hafa sérlega fallegan kokteil sem nefnist Odesa Blossom sem er innblásinn af Úkraínu.Odesa Blossom ginkokteilinn sameinar angan af blómum, ljúfu bragði og örvandi ilm frá Liverpool. Allur ágóði af þessum kokteil verður gefinn til stuðnings Úkraínu.

mbl.is